Ferill 510. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 510 . mál.


Sþ.

1298. Skýrsla



um eftirgjöf fjármálaráðuneytisins á opinberum gjöldum, tekin saman af Ríkisendurskoðun að ósk forseta sameinaðs

    Vísað er til bréfs, dags. 12. maí 1989, þar sem fram kom beiðni til Ríkisendurskoðunar um skýrslu um eftirgjöf fjármálaráðuneytisins á opinberum gjöldum á tímabilinu 1. janúar 1987 til 1. maí 1989, samkvæmt þskj. 1174.
    Í meðfylgjandi fylgiskjölum, III, er gerð grein fyrir þeim lögaðilum sem hafa fengið eftirgjöf gjalda á umræddu tímabili, þar með taldir vextir og innheimtukostnaður, og þeim sem greiddu opinber gjöld sín með útgáfu skuldabréfa. Þá hafa einstaklingar fengið eftirgjafir gjalda á nefndu tímabili, en í þessari skýrslu er aðeins gerð grein fyrir heildarsundurliðun uppgjörs en fjöldi þeirra, sem nutu þessara fyrirgreiðslna, er 33. Hins vegar eru í skýrslunni birt nöfn lögaðila og er það gert með tilliti til nafnbirtingar í svari stofnunarinnar um sama efni sem lögð hefur verið fram á yfirstandandi þingi.
    Til innheimtu hjá þeim aðilum, sem hér um ræðir, voru alls 237.036.840 kr. Af þeirri fjárhæð var gert upp með skuldabréfum 174.826.636 kr., niðurfelling gjalda nam 35.218.982 kr. og greitt með peningum 26.991.222 kr.


Tafla, repró.




    Í fylgiskjali I er gerð grein fyrir 10 lögaðilum sem fengu að hluta niðurfellingu opinberra gjalda á tímabilinu 1. janúar 1987 til 1. maí 1989.
    Í fylgiskjali II er gerð grein fyrir 18 lögaðilum sem fengu að greiða opinber gjöld sín með útgáfu skuldabréfa án niðurfellingar höfuðstóls eða vaxta.
    Í 2. tölul. fyrirspurnarinnar var sérstaklega óskað eftir að Ríkisendurskoðun legði mat á forsendur og afgreiðslu einstakra eftirgjafa fjármálaráðuneytisins. Þar sem óskað var að umbeðin skýrsla yrði lögð fram á
Alþingi eigi síðar en degi fyrir þinglausnir getur stofnunin ekki svarað þessum lið fyrirspurnarinnar vegna tímaskorts.
    Þá er í 3. tölul. spurt um álit Ríkisendurskoðunar á heimildum fjármálaráðuneytisins til eftirgjafar opinberra gjalda. Í skattalögum er skýrt tekið fram um gjalddaga opinberra gjalda og dráttarvaxta sem gjaldendum ber að greiða sé ekki staðið í skilum á lögbundnum gjalddögum. Ekki er að finna í lögum ákvæði um heimild stjórnvalda til að breyta gjalddögum opinberra gjalda eða falla frá dráttarvöxtum, nema hvað varðar ákvæði 22. gr. laga nr. 9/1989 varðandi einstaklinga. Undantekning frá þessu er að ríkissjóður er bundinn við nauðasamninga sem gerðir eru fyrir skiptarétti, samþykktir af tilskildum hluta kröfuhafa, sbr. hæstaréttardóm frá árinu 1985, nr. 1465. Þá er ríkissjóður bundinn við úthlutun skiptaréttar úr þrotabúi. Álit Ríkisendurskoðunar miðað við framansagt er því að heimild skorti til niðurfellinga á þeim opinberu gjöldum sem hér um ræðir.
    Ríkisendurskoðun vill í þessu sambandi benda á svör fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn frá Kjartani Jóhannssyni um greiðslu opinberra gjalda með skuldabréfi, á þskj. 177 á haustþingi 1987, en þar segir m.a.:
    „Svo hefur verið litið á að fjármálaráðuneytinu væri skylt að sjá til þess eftir föngum að réttilega álögð gjöld og lögbundnir dráttarvextir af þeim innheimtust í ríkissjóð. Í þessari skyldu ráðuneytisins felst einnig sú eina heimild sem það hefur til að semja um greiðslufrest eða falla frá innheimtu hluta skuldar. Ef staða skuldara og trygging fyrir skattkröfu er það léleg að telja má víst að skuldin sé að verulegu leyti töpuð hefur ráðuneytinu verið talið heimilt að ganga til samninga við skuldara um greiðslufyrirkomulag skuldar og jafnvel falla frá hluta skuldarinnar gegn tryggingu fyrir greiðslu eftirstöðva. Einkum eru slíkir samningar réttlætanlegir af hálfu ráðuneytisins ef þeir eru liður í óformlegum nauðasamningum eða víðtækara samkomulagi skuldara við lánardrottna.
    Reynt er að leggja mat á stöðu skuldara í hverju tilfelli þegar beiðni berst um greiðslufrest. Afstaða er síðan tekin til beiðninnar með það í huga hvernig best er tryggður hagur ríkissjóðs.“

Halldór V. Sigurðsson.


Sig. Þórðarson.





Fylgiskjal I.


Eftirgjafir opinberra gjalda lögaðila.




Tafla í Gutenberg






Fylgiskjal II.


Greiðslur lögaðila á opinberum gjöldum með útgáfu skuldabréfa.




Tafla í Gutenberg