Atvinnumálanefndir
Fimmtudaginn 26. október 1989


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):
    Herra forseti. Ég skil vel þær athugasemdir sem hér hafa verið gerðar við skipun nefndarinnar, þeirrar stærri. En vek athygli á því að hún er skipuð skv. tilnefningum fyrst og fremst. Hins vegar vil ég upplýsa að ég hef óskað eftir því við formann nefndarinnar að á fundi hjá nefndinni sjálfri verði athugað hvort hún telur rétt að bæta fulltrúum í nefndina. Það mun verða skoðað en engin ákvörðun tekin um það á þessari stundu. Þar sem nefndin er skipuð með samkomulagi aðila vinnumarkaðarins, tilnefnd af þeim, ákveðinn fjöldi m.a., þá taldi ég rétt að breyta ekki út frá því nema samkomulag væri um það í nefndinni og það verður athugað.