Staða íslensks skipaiðnaðar
Fimmtudaginn 02. nóvember 1989


     Friðjón Þórðarson:
    Virðulegi forseti. Innlendur skipasmíðaiðnaður er í vanda staddur allt í kringum landið. Ekki aðeins á Akureyri heldur einnig víðar og ég veit ekki hvað við tekur á Akranesi þegar smíði nýrrar Breiðafjarðarferju lýkur þar. Þetta er ekki nýtt mál hér og það vilja margir um þetta ræða. Hv. 3. þm. Norðurl. v. minnti á þáltill. sem samþykkt var hér 6. maí í vor þar sem ríkisstjórninni var falið að tryggja að leitað yrði allra leiða til að efla og bæta samkeppnisstöðu innlends skipaiðnaðar og sporna við því að skipaiðnaðarverkefni fari úr landi.
    Ég skal ekki eyða meiri tíma nú og mun því ekki víkja að árásum hæstv. fjmrh. á Sjálfstfl. þar sem hann fær ekki að tala aftur við þessa umræðu skv. ákvörðun forseta. ( Forseti: Nú er tíminn raunar liðinn en fjöldi áskorana hefur komið á forseta að hæstv. fjmrh. fái að gera athugasemd og býðst honum það hér með.)