Tilhögun þingfunda
Mánudaginn 20. nóvember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti vill upplýsa að þegar afgreiddir hafa verið 2. og 3. liður dagskrárinnar hefjast hér umræður utan dagskrár. Hv. 1. þm. Reykn. hefur beðið um að fá að eiga orðastað við ráðherra um undirritun sölusamnings við Sovétríkin og fer sú umræða fram þegar að lokinni afgreiðslu á 2. og 3. dagskrárlið. Umræðan fer fram skv. fyrri mgr. 32. gr. þingskapalaga og skal ekki standa lengur en í hálftíma.