Viðskiptasamningar við Sovétríkin
Mánudaginn 20. nóvember 1989


     Halldór Blöndal (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Það er ekki rétt að þessi umræða sé hugsuð til þess að ræða sérstaklega við ráðherra og ríkisstjórn. Þvert á móti hafa almennir þingmenn sama rétt til að taka þátt í umræðunni og ráðherrar, tvær mínútur. Hins vegar hefur sá sem hefur umræðurnar þrjár mínútur til umráða. Það er því ekki ætlast til þess í þingsköpum né á Alþingi að ráðherrar troði þingmönnum um tær með einhverjum forréttindum í þessari umræðu eins og þeir hafa yfirleitt rétt til í öðrum umræðum hér í þinginu. ( Utanrrh.: Þeir hafa samt þann rétt að mega svara.)