Stjórnarráð Íslands
Þriðjudaginn 28. nóvember 1989


     Ingi Björn Albertsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Á sínum tíma þegar taka átti þetta mál til umræðu var því frestað á grundvelli þess að það vantaði þá í umræðuna hæstv. forsrh. og hæstv. ráðherra Hagstofunnar. Nú snýr málið þannig að enn vantar hæstv. ráðherra Hagstofunnar sem mér skilst að sé nú verðandi ráðherra umhverfismála á Íslandi. Í ljósi þess að hann er ekki hér viðstaddur og af sömu ástæðu og við frestuðum fyrri umræðu óska ég eftir að umræðu verði frestað þar til hæstv. ráðherra getur verið viðstaddur umræðuna.