Sveitarstjórnarlög
Þriðjudaginn 05. desember 1989


     Guðrún Agnarsdóttir:
    Hæstv. forseti. Aðeins nokkur orð. Ég tek undir erindi þessa frv. eins og hins sem á undan fór og tel þetta hið ágætasta mál og vona að það fái skjótan og öruggan gang í gegnum þingið eins og það hið fyrra málið.
    En mér dettur í hug vegna umræðu okkar um orðalag hvort megi ekki bara nota í báðum tilvikunum ,,varnir gegn slysum.`` Ég veit alveg að þetta er rétt sem hv. 6. þm. Reykn. sagði. Slysavarnir er kannski ekki bara almennt orðalag heldur tengist það líka svo mjög Slysavarnafélaginu sem hefur ákveðin verkefni. Það eru kannski hugrenningatengsl sem hafa mótast af nafni félagsins. Varnir gegn slysum finnst mér svo miklu betra. En við getum auðvitað rætt þetta nánar í nefndinni. Hins vegar held ég að erindi frv. sé hið besta og tek eindregið undir það.