Nefndastörf
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Guðmundur Ágústsson:
    Virðulegur forseti. Ég boðaði til þessa fundar í fyrramálið aðallega til þess að ræða um frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1989. Mjög líklega verður samþykkt í Nd. í kvöld frv. til lánsfjárlaga 1989. Fjh.- og viðskn. Nd. hafði gert á frv. breytingar og hugsunin var sú ein og aðallega að við gætum afgreitt þetta frv. sem fyrst. Byggðastofnun hefur lagt höfuðáherslu á að þetta frv. nái fram að ganga, eftir því sem mér skildist á þeim, fyrir 1. des. sl.
    Ég vildi að nefndin kæmi saman áður en málið kæmi hingað til afgreiðslu á morgun, að við ræddum þetta mál og þær brtt. sem Nd. gerði. Það var höfuðástæðan fyrir því að nefndarfundur verður á morgun. En að sjálfsögðu var það rétt, eins og fram kom hjá hv. þm. Eiði Guðnasyni, að hugsunin var sú að meiri hl. fjh.- og viðskn. mundi leggja þar fram brtt. við virðisaukaskattsfrv.