Lánsfjárlög 1989
Miðvikudaginn 13. desember 1989


     Þórhildur Þorleifsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ekki lætur hæstv. fjmrh. deigan síga í djarfmannlegum útskýringum. Auðvitað er verið að leita heimildar Alþingis til aukinnar lántöku ríkissjóðs vegna gífurlegs halla á ríkissjóði, halla sem ekki var gert ráð fyrir í forsendum fjárlagafrv. Þvert á móti var þar gert ráð fyrir tekjuafgangi. Ef hæstv. fjmrh. væri að leita heimilda til að geta nýtt hagstæð skilyrði til að safna í sjóð, ef eitthvað kynni að fara úrskeiðis, hefði maður gleypt markaðsskýringar hans hráar en ekki nú eins og málum er komið.