Virðisaukaskattur
Föstudaginn 15. desember 1989


     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegur forseti. Það má vera að það séu enn þá til bjartsýnir menn sem koma á fund hjá hv. fjh.- og viðskn. en það er auðvitað ljóst að kostnaður nemenda vegna bókakaupa er nú þegar óheyrilegur. Hann er mikill baggi á flestum fjölskyldum, ekki síst hjá þeim fjölskyldum sem þurfa að senda börn sín til náms fjarri heimabyggðinni og leggja í allan annan kostnað sem því fylgir. Í þessari grein frv. er fyrst og fremst gengið út frá hagsmunum kerfisins og ríkiskassans, en hagsmunir fólksins virtir að vettugi. Ég segi því já.