Fjárlög 1990
Föstudaginn 22. desember 1989


     Friðrik Sophusson:
    Virðulegur forseti. Ætlun mín og annarra þm. Reykjavíkur var að flytja sérstaka tillögu um heimild fyrir hæstv. fjmrh. að gera samning við Reykjavíkurborg um uppgjör vegna framkvæmda í vegamálum. Frá því var horfið þegar ljóst varð af viðtölum við hæstv. fjmrh. og hv. formann fjvn. að samkvæmt þessari grein, þótt breytt hafi verið, geti hæstv. ráðherra gert slíkan samning. Í trausti þess að það verði gert segi ég já.