Jólakveðjur
Föstudaginn 22. desember 1989


     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Aðventan hefur verið með annasamara móti hér á hinu háa Alþingi að þessu sinni og friður og ró jólahátíðarinnar er því kærkomið hlé. Hv. alþm. öllum þakka ég góða samvinnu á því ári sem nú hefur senn runnið sitt skeið. Varaforsetum færi ég sérstakar þakkir, svo og hæstv. forsetum deilda. Ég færi starfsfólki Alþingis hugheilar óskir um góða og gleðiríka jólahátíð og þakka því vel unnin störf og mikla þolinmæði í erli daganna. Ég óska þeim sem um langan veg eiga heim að fara góðrar ferðar og góðrar heimkomu og bið fyrir kveðju til fjölskyldna þeirra. Megi okkur öllum auðnast að koma aftur til starfa á nýju ári með frið jólahátíðarinnar í sál og sinni.