Forseti (Salome Þorkelsdóttir):
    Að gefnu tilefni vill forseti minna á að þessi fyrri málsgrein 32. gr. þingskapalaga fjallar um tímasetninguna í þessum hálftíma utandagskrárumræðum sem þýðir það að málshefjandi má tala tvisvar í þrjár mínútur í hvort sinn en aðrir tvisvar, aðeins í tvær mínútur í hvort sinn, og það gildir þá einnig um hæstv. ráðherra. ( Forsrh.: Líka þá sem eiga að svara?) Já, þetta er samkvæmt þingsköpum og forsetar geta ekki annað en reynt að fylgja þeim reglum eftir. Þetta vildi forseti aðeins minna á því að það ber nokkuð á því að menn átta sig ekki alveg á hve þessi tími er skammur og þess vegna verða spurningar og svör að verða mjög stutt og hnitmiðuð.