Skattskylda orkufyrirtækja
Þriðjudaginn 23. janúar 1990


     Salome Þorkelsdóttir (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég vildi nú aðeins koma inn í þessa umræðu vegna þess hvernig málin hafa þróast hér og kannski í tilefni orða hv. 4. þm. Vestf. Mér fannst hann færa rök fyrir því að í því tilviki sem hér um ræðir sé stætt á því að þingmenn eigi rétt á því að tala við hæstv. iðnrh. í þessu máli þrátt fyrir það að undir venjulegum kringumstæðum þá hljóta þingmenn að taka tillit til þess að ráðherrar geta haft ástæðu til þess að vera fjarverandi og sett þá aðra ráðherra til að gegna sínum störfum á meðan. Þetta er eðlilegur hlutur og auðvitað taka þingmenn tillit til þess undir venjulegum kringumstæðum, en hér er um sérstætt mál að ræða eins og kom fram hjá hv. 4. þm. Vestf. og reyndar hv. 2. þm. Norðurl. e. einnig, þannig að ég tel að hæstv. forseti gerði rétt í því í þessi tilviki að taka tillit til þessara óska og að þessu máli yrði frestað þar til hæstv. iðnrh. Jón Sigurðsson getur verið hér og átt orðaskipti við hv. þm. deildarinnar um þetta mál. --- [Fundarhlé.]