Álver á Grundartanga
Fimmtudaginn 08. febrúar 1990


     Fyrirspyrjandi (Ingi Björn Albertsson):
    Hæstv. forseti. Það hefur verið nokkuð í umræðunni að hugsanlega rísi hér nýtt stórt álver, 200 þús. tonna álver, og mikið um staðsetningu þess rætt úti í þjóðfélaginu sem og hér í þinginu. Ég tel að þegar meta eigi það hvar staðsetja eigi slíka verksmiðju, þá eigi að horfa fyrst og fremst til þjóðhagsmuna. Hvar sé þjóðhagslega hagkvæmast og hvar arðsemin skilaði sér fyrst.
    Ég tel að með það fyrir augum komi aðeins tveir staðir í raun til greina. Annars vegar við Straumsvík og hins vegar við Grundartanga í Hvalfirði. Þess vegna hef ég leyft mér að leggja fsp. á þskj. 382 fyrir hæstv. iðnrh. sem hljóðar svo:
    ,,Hefur verið unnið að því að nýtt álver rísi á Grundartanga við Hvalfjörð?``