Opinber mötuneyti
Fimmtudaginn 08. febrúar 1990


     Ásgeir Hannes Eiríksson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Ég tel að þessari tillögu um opinber mötuneyti beri að vísa til fjvn. þar sem hér er um hagræðingu í ríkisbúskap og fjárhagslega spurningu að ræða en ég sé ekki að þetta falli undir félmn. ( Forseti: Má ég spyrja hv. þm. vegna þess að ég var ekki í þessum stól þegar umræðunni lauk: Vísaði hv. þm. tillögunni til fjvn.?) Upplýsingar komu frá skrifstofunni um að þetta væri undir félmn. og eftir því fór ég, en eftir á að hyggja og eftir að hafa kynnt mér þetta, þá óska ég eftir að henni verði vísað til fjvn.