Stjórnarráð Íslands
Miðvikudaginn 21. febrúar 1990


     Hagstofuráðherra (Júlíus Sólnes):
    Virðulegi forseti. Ég þarf ekki að hafa mörg orð um það. Mér er ljúft að tjá hv. 8. þm. Reykv. það að ég tel eðlilegt að mál fái eðlilega afgreiðslu hér á þingi. Þegar málin eru tilbúin til afgreiðslu, þá ber að afgreiða þau. Við vitum það öll vel að afgreiðslutímar þingmála eru fyrst og fremst í tímaþrönginni fyrir jól, í tímaþrönginni á vorin eða ef tímaþröng skapast með einum eða öðrum hætti. Ef engin pressa er á málum, þá vilja þau þvælast vikum saman og mér finnst ekkert óeðlilegt þess vegna að þegar færi gefst sé reynt að koma þessu máli í gegn, svo og öllum öðrum málum sem hæstv. ríkisstjórn leggur áherslu á. Þetta er svo sjálfsagt að það þarf varla að skýra það út. ( EKJ: Spurningin var ekki um þetta.) Ég er bara að segja það að eins og önnur stjórnarfrumvörp sem ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að nái fram að ganga á þessu þingi. Að sjálfsögðu hlýtur hæstv. ríkisstjórn að koma sínum málum áfram með öllum tiltækum ráðum. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að gera það. Það gildir um þetta mál sem önnur.