Stjórnarráð Íslands
Miðvikudaginn 21. febrúar 1990


     Salome Þorkelsdóttir:
    Hæstv. forseti. Ég tel að farsælla hefði verið ef unnið hefði verið þannig að þessu máli að beðið hefði verið eftir fylgifrv. þess og þá hefði breið samstaða getað náðst um það. Þannig hefði afgreiðsla málsins orðið með meiri reisn en felst í því að beita hér ofríki og keyra þetta frv. í gegnum þingið án fylgifrv. sem er meginþáttur málsins. Þetta frv. fjallar um nafnið tómt en ekki verkefnin. Ég segi nei.