Stjórnarráð Íslands
Föstudaginn 23. febrúar 1990


     Danfríður Skarphéðinsdóttir:
    Virðulegur forseti. Ég undrast þögn hæstv. hagstofuráðherra varðandi þær fyrirspurnir sem ég bar fram hér áðan og ítrekaði reyndar aftur í seinni ræðu minni. Þögn hans í umræðunni um þetta mikilvæga mál hlýtur að vekja upp spurningar um raunverulegan áhuga á málefninu og stefnu í umhverfismálum.
    Ég tel það lýsa fullkomnu ábyrgðarleysi og vanvirðu ríkisstjórnarinnar við málefnið að þröngva fram afgreiðslu þessa frv. án þess að ljóst sé hvaða verkefni umhverfisráðuneytinu verða falin. Ríkisstjórnin hefur með afgreiðslu þessa máls misst sjónar af því sem ætti að vera aðaltilgangurinn, að koma betra skipulagi á stjórn umhverfismála með markvissa umhverfisvernd í huga. Það eru kvennlistakonum mikil vonbrigði að geta ekki greitt stofnun umhverfisráðuneytis atkvæði sitt á Alþingi, svo mjög sem þær hafa alla tíð borið það mál fyrir brjósti. Ég greiði ekki atkvæði.