Rit um kristni á Íslandi í þúsund ár
Mánudaginn 26. mars 1990


     Frsm. allshn. (Guðni Ágústsson):
    Hæstv. forseti. Allshn. hefur fjallað um 431. mál Sþ. sem er þáltill. um samningu rits um kristni á Íslandi í þúsund ár. Það liggur fyrir mikil samstaða um þetta þingmál. Forseti Sþ. er 1. flm. og forsetar deilda ásamt öllum þingflokksformönnum flytja málið. Allshn. ræddi kostnað af umræddu ritverki og treystir því að forsetar Alþingis hafi eftirlit með fjárhagslegum kostnaði verksins. Nefndin samþykkti einróma svohljóðandi nál. sem er á þskj. 792:
    ,,Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk á sinn fund biskup Íslands, herra Ólaf Skúlason. Nefndin mælir með því að tillagan verði samþykkt. Karl Steinar Guðnason var fjarverandi við afgreiðslu málsins.`` Hann var staddur erlendis.
    Undir þetta nál. skrifa Guðni Ágústsson, Jón Kristjánsson, Guðrún Helgadóttir, Ingi Björn Albertsson, Kristinn Pétursson, Eggert Haukdal.