Ný samvinnulög
Fimmtudaginn 05. apríl 1990


     Flm. (Jóhannes Geir Sigurgeirsson):
    Hæstv. forseti. Ég vil í lok umræðunnar þakka fyrir þá jákvæðu umræðu sem þessi tillaga hefur fengið og ég hlýt að vera enn þá vissari um það eftir þetta að hún fái skjóta afgreiðslu á þingi.
    Ég ætla ekki að rekja nein efnisatriði sem hér hafa komið fram en þó vil ég segja varðandi það sem hv. þm. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði í lok sinnar ræðu um tímamörk og að hægt væri að kynna þessa vinnu á miðju sumri að ég tek auðvitað heils hugar undir það og ég vísa því bara til nefndarinnar ef hún metur það svo að eðlilegt væri að gera þá breytingu á tillögunni að þar væri kveðið á um það að einhver árangur af þessari vinnu sæist strax á miðju sumri.
    Að lokum ítreka ég þakkir mínar fyrir jákvæða umfjöllun.