Háskóli Íslands
Mánudaginn 23. apríl 1990


     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég sé ekki að sú breyting sem gerð var á frv. í neðri deild hafi efnislega þýðingu. Einungis með skírskotun til þess get ég réttlætt það að flytja ekki brtt. um að það verði gert afdráttarlaust í lögunum að Háskólinn skuli hafa endurmenntun á sinni dagskrá.
    Ég tel að þessi vísan frv. aftur til efri deildar sé ástæðulaus eins og málið liggur fyrir og eins og staðið hefur verið að námsráðgjöf og fjárveitingum til Háskólans.