Tilraunastöðin á Reykhólum
Fimmtudaginn 26. apríl 1990


     Egill Jónsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Forseta liggur mikið á. Það hafa margsinnis verið gerðar undantekningar hér á þessum vetri um að menn mættu koma fram athugasemdum og ég vil vekja sérstaka athygli á tveimur atriðum í þessari umræðu.
    Í fyrsta lagi er ekki öllu fjármagni til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins skipt á fjárlögum. Hún hefur frjálst val.
    Í öðru lagi er í lögunum frá 1965 um Rannsóknastofnun landbúnaðarins kveðið á um að tilraunastöðvarnar, þó að um þær gildi sérstök lög, eigi að fara undir Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Þetta fannst mér nauðsynlegt að kæmi hér fram til þess að málið fengi hér rétta niðurstöðu.