Skipan prestakalla
Laugardaginn 05. maí 1990


     Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):
    Herra forseti. Varðandi þá brtt. sem hv. 1. þm. Vestf. var að enda við að tala fyrir hér þá kom sú brtt. fram í Ed. við frv. Þess vegna hefur hún verið rædd í allshn. Ég vil að það komi fram hér að allshn. getur fallist á að vísa þessu máli til endurskoðunar. Það á reyndar að endurskoða alla löggjöfina 1995 en allshn. getur fallist á þá málsmeðferð að flýta þessari endurskoðun varðandi þetta ákvæði og þannig að við 6. tölul. ákvæðis til bráðabirgða bætist nýr málsl. þess efnis að ráðherra skuli láta nú þegar athuga hvort hagkvæmara sé að Árnes-, Hólmavíkur- og Prestsbakkaprestaköll í Húnavatnsprófastsdæmi færist til prófastsdæmis í Vestfjarðakjördæmi. Verði niðurstaðan sú skuli hann leggja fram frv. um þá breytingu á næsta Alþingi.
    Ég er reiðubúinn til að flytja brtt. í þessa átt við 3. umr. málsins ef það gæti leyst úr þeim vandkvæðum sem þarna eru uppi.
    Aðrar brtt. sem hafa komið hér fram eru um veigamiklar breytingar á frv. sem nefndin hefur ekki treyst sér til að taka upp á þeim skamma tíma sem til stefnu er. En þessi löggjöf í heild mun verða endurskoðuð á næstu fimm árum og er þá rétt að komi reynsla á þetta fyrirkomulag sem nú er verið að taka upp.