80. mál úr nefnd í efri deild
Laugardaginn 05. maí 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson):
    Vegna þessara orða hv. ræðumanns vill forseti taka það fram að hann hefur, þrátt fyrir að það kunni að líta torkennilega út að forseti Nd. hafi afskipti af málefnum Ed., haft samband við formann hv. sjútvn. Ed., en málið snýst um afgreiðslu á tilteknu frv. út úr sjútvn. Ed. Formaður hv. sjútvn. Ed. hefur tjáð mér það að búið sé að afgreiða þetta mál út úr nefndinni með samþykki allra nefndarmanna og niðurstaða þeirra er sú að þessu tiltekna máli, um fiskveiðar í landhelgi Íslands, verði vísað til ríkisstjórnarnnar.
    Ég vona að þetta svar nægi hv. 2. þm. Vestf.