Ferill 76. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 76 . mál.


Nd.

292. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 14/1965, um launaskatt, með síðari breytingum.

Frá minni hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



    Samkvæmt frumvarpinu verður gjalddögum launaskatts fjölgað og greiðslum til ríkissjóðs flýtt. Þess vegna vex fjárbinding þeirra fyrirtækja sem greiða launaskatt. Hér er því á ferðinni enn eitt frumvarpið sem ætlað er að bæta stöðu ríkissjóðs á kostnað atvinnulífsins.
    Ríkisstjórninni hefði verið nær að endurskoða lögin um launaskatt með tilliti til þeirrar mismununar sem fyrirtækin þurfa að búa við.
    Minni hl. leggur til að frumvarpið verði fellt.

Alþingi, 12. des. 1989.



Friðrik Sophusson,


frsm.


Matthías Bjarnason.