Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 229 . mál.


Ed.

358. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 91/1989.

Frá félagsmálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk til viðræðna um það Húnboga Þorsteinsson, skrifstofustjóra í félagsmálaráðuneytinu, Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Steinþór Haraldsson, lögfræðing við embætti ríkisskattstjóra.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins en leggur jafnframt til smábreytingu á 34. gr. laganna til að eyða öllum vafa um það hverjir eru undanþegnir aðstöðugjaldsskyldu. Breytingartillaga nefndarinnar er flutt á sérstöku þingskjali.
    Margrét Frímannsdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. des. 1989.



Jóhann Einvarðsson,


varaform., frsm.


Guðmundur H. Garðarsson,


fundaskr.


Salome Þorkelsdóttir.


Danfríður Skarphéðinsdóttir.


Karl Steinar Guðnason.