Ferill 223. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 223 . mál.


Sþ.

366. Svar



ráðherra Hagstofu Íslands við fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar um vísitölu lánskjara.

    Fyrirspurnin er svohljóðandi:
     Hvaða áhrif hefur niðurfelling söluskatts (virðisaukaskatts) á tryggingaiðgjöld bifreiða á útreikning lánskjaravísitölunnar og hvaða áhrif hefur álagning bifreiðagjalds á vísitölu?

    Niðurfelling söluskatts á tryggingaiðgjöld bifreiða veldur 0,48% lækkun vísitölu framfærslukostnaðar og þar með 0,16% lækkun lánskjaravísitölu.
    Áformað er að bifreiðagjald hækki frá 1. jan. 1990 úr 2,83 kr. á kg í 5,20 kr. á kg. Þetta gjald gildir fyrri helming ársins 1990. Þessi hækkun bifreiðagjalds hækkar vísitölu framfærslukostnaðar um 0,29% og veldur því 0,1% hækkun lánskjaravísitölu.
    Til samans valda þessar breytingar á skattlagningu bifreiða því 0,19% lækkun vísitölu framfærslukostnaðar og þar með 0,06% lækkun lánskjaravísitölu.