Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 69 . mál.


Ed.

392. Breytingartillögur



við frv. til lánsfjárlaga fyrir árið 1990.

Frá meiri hl. fjárhags- og viðskiptanefndar.



1.    Við 1. gr. Fyrir „1.370.000“ komi: 2.370.000 og fyrir „6.000.000“ komi: 6.300.000
2.    Við 5. gr.
    Á eftir 1. tölul. komi tveir nýir töluliðir sem orðist svo:
    a.     Hitaveita Egilsstaða og Fella, lán á árinu 1990 að fjárhæð allt að 20.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt.
    b.     Bæjarsjóður Siglufjarðar, lán á árinu 1990 að fjárhæð allt að 50.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt vegna greiðsluvandkvæða.
3.    Á eftir 5. gr. komi ný grein sem orðist svo:
         Hríseyjarhreppi er heimilt að taka lán á árinu 1990 að fjárhæð allt að 40.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt til að kaupa notaða ferju til siglinga á Eyjafirði.
4.    Á eftir 10. gr., er verði 11. gr., komi þrjár nýjar greinar sem orðist svo:
    a.    (12. gr.)
             Hitaveitu Hjaltadals er heimilt að taka lán á árinu 1990 að fjárhæð allt að 40.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt vegna skuldbreytinga.
    b.    (13. gr.)
             Skallagrími hf. er heimilt að taka lán á árinu 1990 að fjárhæð allt að 60.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt vegna skuldbreytinga.
    c.    (14. gr.)
             Herjólfi hf., Vestmannaeyjum, er heimilt að taka lán á árinu 1990 að fjárhæð allt að 500.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt til smíða á nýrri ferju.
5.    Við 12. gr. er verði 16. gr. Fyrir „3.–11. gr.“ í 1. og 2. mgr. komi: 3.–15. gr.
6.    Við 16. gr. er verði 20. gr. Fyrir „20.000“ komi: 47.500.
7.    Við 19. gr. er verði 23. gr. Fyrir „36.000“ komi: 38.600.
8.    Við 24. gr. er verði 28. gr. Fyrir „10.000“ komi: 18.750.
9.    Á eftir 27. gr., er verði 31. gr., komi sex nýjar greinar sem orðist svo:
    a.    (32. gr.)
                 Þrátt fyrir ákvæði 46. gr. laga nr. 88/1989, þjóðminjalaga, skal framlag ríkissjóðs í húsafriðunarsjóð eigi nema hærri fjárhæð en 3.700 þús. kr. á árinu 1990.
    b.    (33. gr.)
                 Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 25. gr. laga nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og 21. gr. laga nr. 16/1965, um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, skal endurgreiðsla ríkissjóðs til sjóðanna vegna hækkunar á áður úrskurðuðum lífeyri eigi nema hærri fjárhæð en 540.000 þús. kr. á árinu 1990 og skiptast á milli sjóðanna í hlutfalli við óskertar endurgreiðslukröfur.
    c.    (34. gr.)
             Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga, nr. 19/1964, sbr. lög nr. 42/1974, skal mótframlag ríkissjóðs eigi nema hærri fjárhæð en 15.300 þús. kr. á árinu 1990.
    d. (35. gr.)
             Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., skal hlutdeild sókna, skráðra trúfélaga og háskólasjóðs í óskiptum tekjuskatti lækka á árinu 1990 um 5%.
    e.    (36. gr.)
             Þrátt fyrir ákvæði 26. gr. a laga nr. 21/1963, um kirkjugarða, sbr. lög nr. 89/1987, skal hlutdeild kirkjugarða í óskiptum tekjuskatti lækka á árinu 1990 um 15%.
    f.    (37. gr.)
             Þrátt fyrir ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 83/1989, um þjóðarbókhlöðu og endurbætur menningarbygginga, skal á árinu 1990 heimilt að ráðstafa fé af sérstökum eignarskatti samkvæmt lögunum til framkvæmda við eftirtalin mannvirki: Þjóðleikhús, Þjóðminjasafn Íslands, Þjóðskjalasafn Íslands og Bessastaði.
10.    Við 31. gr. er verði 41. gr. Fyrir „12. gr.“ komi: 16. gr.
11.    Á eftir 31. gr., er verði 41. gr., komi fjórar nýjar greinar sem orðist svo:
    a.    (42. gr.)
             Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að ganga frá samningum við Rafveitu Siglufjarðar um yfirtöku hluta af langtímaskuldum veitunnar að fenginni umsögn fjárveitinganefndar. Verði yfirtaka þessi til að fella niður verðjöfnunargjald á raforku árið 1986. Yfirtakan verði að öðru leyti hliðstæð yfirtöku ríkissjóðs á skuldum Rafmagnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða enda fengu fyrrgreind þrjú veitufyrirtæki hið umrædda verðjöfnunargjald.
    b.     (43. gr.)
             Fjármálaráðherra er heimilt, að höfðu samráði við landbúnaðarráðherra og fjárveitinganefnd Alþingis, að semja um uppgjör ógreiddra framlaga til jarðræktar og búfjárræktar á árinu 1988 og 1989.
    c.     (44. gr.)
             Dýpkunarfélaginu hf. er heimilt að taka lán á árinu 1989 að fjárhæð allt að 9.500 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt til skuldbreytinga.
    d.    (45. gr.)
             Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er heimilt að taka lán að fjárhæð allt að 3.000.000 þús. kr. eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í erlendri mynt til að gera upp skammtímaskuld við Seðlabanka Íslands í árslok 1989, sbr. ákvæði 10. gr. laga nr. 36/1986, um Seðlabanka Íslands.