Ferill 291. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 291 . mál.


Sþ.

525. Fyrirspurn



til forsætisráðherra um ráðstafanir til að lækka verðbólgu og vexti.

Frá Stefáni Valgeirssyni.



1.     Hvaða ráðstafanir hyggst ríkisstjórnin gera til þess að vextir og þar með verðbólga lækki verulega?
2.     Í auglýsingu Verðbréfamarkaðar Íslandsbanka hf. er fjármagnseigendum boðin ávöxtun allt að 10,5% yfir lánskjaravísitölu. Telur forsætisráðherra líklegt að vextir lækki eftir slíkt yfirboð?
3.     Mun ríkisstjórnin gera ráðstafanir til að hindra að innlánsvextir verði á uppboði eins og þeir voru á árinu 1987 og nú virðist eiga að endurtaka?
4.     Ef vextir standa í stað — og hvað þá ef þeir hækka — er þá nokkur von að skynsamlegir kjarasamningar verði gerðir?