Ferill 320. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 320 . mál.


Sþ.

562. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um skipulega málsleið fyrir brotaþola í nauðgunarmálum og fræðslu lögreglumanna.

Frá Guðrúnu Agnarsdóttur.



1.    Hefur dómsmálaráðherra beitt sér fyrir því:
     a.     að koma á skipulegri málsleið fyrir brotaþola í nauðgunarmálum þar sem það liggur skýrt fyrir hvert sé fyrsta og síðasta skrefið í málinu, allt frá því að nauðgun hefur átt sér stað og þar til málinu lýkur af hálfu réttarkerfisins,
     b.     að sjá til þess að vel skipulögð og greið aðstoð við brotaþola sé fyrir hendi á hverju stigi málsins,
     c.     að fram fari rækileg kynning á málsleiðinni og hvert brotaþola beri fyrst að snúa sér?
2.    Hafa verið haldin sérstök námskeið fyrir lögreglumenn til þess að fræða þá um kynferðisafbrot og áhrif þeirra á brotaþola?
3.    Hefur slík fræðsla verið felld inn í grunnnám lögreglumanna; verður hún tekin upp sem hluti af reglubundinni endurmenntun þeirra?