Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 372 . mál.


Sþ.

636. Beiðni um skýrslu



frá iðnaðarráðherra um nýtt álver.

Frá Friðriki Sophussyni, Þorsteini Pálssyni, Birgi Ísl. Gunnarssyni,


Geir H. Haarde, Salome Þorkelsdóttur, Ragnhildi Helgadóttur,


Eyjólfi Konráð Jónssyni, Guðmundi H. Garðarssyni, Ólafi G. Einarssyni,


Matthíasi Á. Mathiesen.



    Með vísan til 30. gr. laga um þingsköp Alþingis óskum við undirritaðir alþingismenn eftir því að iðnaðarráðherra flytji Alþingi skýrslu um fyrirhugaða byggingu nýs álvers.
    Í skýrslunni verði m.a. eftirtöldum spurningum svarað:
1.    Hvenær er gert ráð fyrir að frumvarp um heimild til að semja við erlend álfyrirtæki um byggingu Atlantal-álversins verði lagt fram?
2.    Hvert verður meginefni frumvarpsins?
3.    Hefur ríkisstjórnin mótað afstöðu sína til einstakra atriða málsins, svo sem eignarhalds, orkuverðs o.fl.?
4.    Hefur ríkisstjórnin tekið ákvörðun um staðsetningu álversins?
    Þess er óskað að skýrslan verði tekin til umræðu á fundi sameinaðs Alþingis fljótlega eftir að henni hefur verið dreift meðal þingmanna.

Alþingi, 19. febr. 1990.



Friðrik Sophusson.


Þorsteinn Pálsson.


Birgir Ísl. Gunnarsson.


Geir H. Haarde.


Salome Þorkelsdóttir.


Ragnhildur Helgadóttir.


Ey. Kon. Jónsson.


Guðmundur H. Garðarsson.


Ólafur G. Einarsson.


Matthías Á. Mathiesen.



Greinargerð.


    Allt til síðustu áramóta fóru fram viðræður milli nokkurra erlendra álfyrirtækja um byggingu álvers í Straumsvík. Alusuisse ákvað að draga sig út úr viðræðunum sem byggðust á Atlantal-samningnum við iðnaðarráðuneytið frá 4. júlí 1988. Í staðinn hefur Alumax staðfest aðild sína að Atlantal-hópnum.
    Iðnaðarráðherra hefur lýst því yfir að hann muni leggja fram frumvarp um nýtt álver á yfirstandandi þingi. Umræður hafa að undanförnu orðið um mismunandi staðsetningu nýs álvers. Ágreiningur var í liði ríkisstjórnarinnar um nýtt álver þegar ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð haustið 1988. Nauðsynlegt er að iðnaðarráðherra geri sem fyrst grein fyrir stöðu málsins og áformum ríkisstjórnarinnar.

    Til forseta sameinaðs Alþingis, Alþingi.