Ferill 424. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 424 . mál.


Sþ.

740. Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um ferð varðskipsins Týs til Norfolk.

Frá Þórhildi Þorleifsdóttur.



1.    Hver er tilgangur fyrirhugaðrar ferðar varðskipsins Týs til Norfolk í apríl nk.?
2.    Hvað verður Týr lengi í burtu? Hvað er áætlað að skipið sigli margar sjómílur í þessari ferð?
3.    Hvaða ráðstafanir verða gerðar til að mæta fjarveru Týs af miðunum vegna umræddrar ferðar?
4.    Hver er heildarkostnaður við þessa ferð? Hvernig er hann sundurliðaður í olíukostnað, laun og annað? Hver hefði rekstrarkostnaður skipsins orðið ef það hefði verið við venjuleg gæslustörf þennan tíma, sundurliðað á sama hátt? Hve margir skipverjar og farþegar verða í ferðinni og hve margir eru um borð við gæslustörf alla jafna?
5.    Hver greiðir kostnaðinn við þessa ferð?