Ferill 337. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 337 . mál.


Ed.

879. Nefndarálit



um frv. til l. um viðauka við lög um skipan dómsvalds í héraði, lögreglustjórn, tollstjórn o.fl., nr. 74 27. apríl 1972.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk til viðræðna um efni þess Þorstein A. Jónsson, deildarstjóra í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.
    Frumvarp þetta er lagt fyrir Alþingi samkvæmt boði 28. gr. stjórnarskrárinnar til að staðfesta bráðabirgðalög er gefin voru út 13. janúar 1990, níu dögum áður en þing kom saman. Samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar skal ekki gefa út bráðabirgðalög nema brýna nauðsyn beri til. Í umræðum innan nefndarinnar kom fram að óvíst hafi verið hvort dráttur á lögfestingu þessara ákvæða, uns Alþingi kom aftur til funda, hefði valdið miklum vanda. Vill nefndin leggja áherslu á að gætilega sé farið með þessa heimild stjórnarskrárinnar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 4. apríl 1990.



Jón Helgason, form.


Guðmundur Ágústsson, fundaskr., frsm.


Ey. Kon. Jónsson, með fyrirvara.


Salome Þorkelsdóttir, með fyrirvara.


Danfríður Skarphéðinsdóttir, með fyrirvara.


Jóhann Einvarðsson.


Skúli Alexandersson.