Ferill 525. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 525 . mál.


Nd.

1068. Breytingartillögur



við frv. til l. um Kvikmyndastofnun Íslands.

Frá Ragnari Arnalds, Þórhildi Þorleifsdóttur,


Rannveigu Guðmundsdóttur, Guðmundi G. Þórarinssyni og Ólafi Þ. Þórðarsyni.




1.    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
     Stjórn Kvikmyndastofnunar tilnefnir aðila utan stjórnar til að annast úthlutun úr sjóðnum. Úthluta skal tvisvar á ári og skulu sömu aðilar ekki annast úthlutun í bæði skiptin. Enginn skal annast úthlutun lengur en tvö ár í röð og mega úthlutunaraðilar ekki eiga hagsmuna að gæta við úthlutun.
2.    Við 6. gr. Greinin orðist svo:
         Hlutverk úthlutunaraðila er að veita fjárframlög og styrki til undirbúnings, framleiðslu eða dreifingu íslenskra kvikmynda, óháð hvaða tækni er notuð við myndgerðina. Einnig er heimilt að veita lán og ábyrgðir fyrir láni, sbr. 8. gr.
         Með fjárframlagi er átt við beina þátttöku Kvikmyndastofnunar í gerð kvikmynda enda gerist þá stofnunin eignaraðili að myndunum. Með íslenskri kvikmyndagerð er átt við verkefni þar sem íslenskir aðilar hafa forræði.
3.    Við 7. gr. Á eftir 1. tölul. 1. mgr. komi nýr töluliður er orðist svo:
         Tekjur af eignarhluta í íslenskum kvikmyndum.
4.    Við 8. gr.
    a.     Í stað orðsins „styrki“ í 2. málsl. komi: lán.
    b.     Í stað orðsins „styrkinn“ í 3. málsl. komi: lánið.
5.    Við 9. gr. Í stað orðsins „ríkisbókhaldið“ komi: Ríkisendurskoðun.
6.    Við 10. gr. Greinin orðist svo:
         Hlutverk Kvikmyndasafnsins, sem starfar fyrst um sinn innan Kvikmyndastofnunar Íslands, er að safna íslenskum kvikmyndum og kvikmyndum um íslensk efni, gömlum og nýjum, varðveita þær, skrásetja og efnisgreina sem nákvæmlegast. Safnið skal sjá um nauðsynlegar viðgerðir og endurgerðir gamalla mynda. Það skal safna öðrum munum og minjum sem tengjast sögu kvikmyndagerðar og kvikmyndasýninga á Íslandi. Safnið skal einnig safna bókum og tímaritum sem fjalla um kvikmyndir. Enn fremur skal safnið annast kynningu og fræðslu um kvikmyndir og sinna þjónustu við aðrar stofnanir og almenning. Safninu er heimilt að efna til sýninga á myndum safnsins að fengnu samþykki rétthafa.
         Menntamálaráðherra skipar Kvikmyndasafni þriggja manna umsjónarnefnd samkvæmt tilnefningu frá Þjóðminjasafni Íslands, Félagi íslenskra safnamanna og Námsgagnastofnun.
         Kvikmyndasafnið fær fé til starfsemi sinnar samkvæmt sérgreindri fjárveitingu í fjárlögum hverju sinni.