Ferill 576. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 576 . mál.


Ed.

1238. Frumvarp til laga



um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 8 18. apríl 1986.

(Eftir 2. umr. í Ed., 4. maí.)



1. gr.

    1. mgr. 89. gr. laganna orðist svo:
    Sveitarfélag getur veitt Lánasjóði sveitarfélaga tryggingar í tekjum sínum vegna lána sem það tekur hjá sjóðnum. Eigi má sveitarfélag veðsetja öðrum tekjur sínar né heldur fasteignir sem nauðsynlegar eru til þess að sveitarfélagið geti rækt lögskyld verkefni sín. Aðrar eignir getur sveitarfélag veðsett og heildareignir sveitarfélags standa til tryggingar skuldbindingum þess. Félagsmálaráðherra getur sett í reglugerð nánari ákvæði um tryggingar sjóðsins í tekjum sveitarfélaga.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 15. júní 1990.