Ársreikningar og endurskoðun lífeyrissjóða
Miðvikudaginn 24. október 1990


     Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson) :
    Virðulegur forseti. Ég vildi bara leiðrétta misskilning sem kom fram hjá hv. þm. Salome Þorkelsdóttur. Ég var ekki að ásaka sveitarstjórnir í Mosfellsbæ eða annars staðar fyrir verðlag á orku, heldur var ég að vekja athygli á þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg selur nágrannabæjarfélögunum bæði rafmagn og heitt vatn og það er Reykjavíkurborg ein sem ákveður verðið á þessari orku. Það er aldrei borið undir nágrannasveitarfélögin sem kaupa hana af Reykjavík og gróðinn af þessari sölu er það mikill að það er hægt að hafa útsvörin hjá Reykvíkingum lægri þess vegna.