Vernd barna og unglinga
Fimmtudaginn 08. nóvember 1990


     Fyrirspyrjandi (Anna Ólafsdóttir Björnsson) :
    Virðulegi forseti. Ég tel mig hafa fengið svar við þessari fsp. Raunar var það hugsun mín að hún tæki til allra liða 7. gr. félagsmálasáttmálans þótt orðalag gæfi tilefni til þess skilnings sem hæstv. félmrh. lagði í hana, þ.e. orðalag innan greinarinnar. Ég tel það ekki koma að sök þar sem ég fékk fullnægjandi svar við fsp. minni, einkum um þær greinar sem virðast standa í veginum fyrir að 7. gr. í heild verði samþykkt.
    Ég deili að vísu ekki þeirri skoðun að ekki sé hægt að undirgangast þessa grein, en mér þykir gott að hafa fengið skýr svör um þetta og einkum um þau ákvæði sem umdeilt er hvort Ísland muni eða treysti sér til að gerast aðilar.