Fjáraukalög 1990
Fimmtudaginn 29. nóvember 1990


     Halldór Blöndal (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Ég vil aðeins mótmæla því að atkvæðagreiðsla skuli hefjast svo að mér gefist ekki kostur á því að gera athugasemdir við þingsköp. Þetta er ekki í fyrsta skipti á fundinum í dag sem framkoma hefur verið með þeim hætti að ekki samrýmist þingsköpum. Ég geri ekki ráð fyrir því að orð mín skipti neinu máli fyrir stjórn þingsins en vil aðeins að það komi fram að hæstv. forseti hefur enn einu sinni á þessum fundi hagað sér þannig að ekki samrýmist þingsköpum.