Vísun mála til nefnda
Þriðjudaginn 11. desember 1990


     Forseti (Árni Gunnarsson) :
    Vegna þessara orða hv. 2. þm. Vestf. vill forseti benda hv. þm. á að það er þingdeildin sjálf sem hefur allt vald í þessu máli. Ef ágreiningur af þessu tagi kemur upp í þingdeildinni, þá á forseti þann eina kost að skjóta málinu til þingdeildarinnar. Þetta mál hefur fengið þann eina rétta framgang sem fyrir hendi er. Málið er raunar frágengið því að hv. þingdeild hefur kveðið upp sinn úrskurð og af hálfu forseta er þetta mál útrætt.