Launamál
Miðvikudaginn 12. desember 1990


     Hreggviður Jónsson :
    Hæstv. forseti. Þessi bráðabirgðalög brjóta í bága við stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Af þeirri ástæðu einni er rétt að fella þau. Jafnframt er staðið frammi fyrir því að ef þessi bráðabirgðalög verða samþykkt ber fjmrh. að segja af sér vegna þess að með samþykkt þeirra er hinn svokallaði tímamótasamningur ríkisins við BHMR felldur. Þótt ég telji það algera þjóðarsátt að fjmrh. segi af sér þá segi ég nei.