Lögfræðilegt álit á bráðabirgðalögunum
Fimmtudaginn 13. desember 1990


     Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson) :
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins vekja athygli á því út af orðum hv. þm. Halldórs Blöndals að ég sagði ekkert um skriflegar álitsgerðir. Ég sagði leita álits hjá samtals, að því er mér teldist til, tíu lögfræðingum og þar af hefðu m.a. fjórir mætt á fundi ríkisstjórnarinnar 24. júlí. (Gripið fram í.) Hv. þm. getur flett þessu upp eins og hann óskar. En það er ekki í fyrsta sinn sem nauðsynlegt er að leiðrétta hv. þm.
    Í öðru lagi er hv. þm. að sjálfsögðu mjög auðvelt að krefja hæstv. sjútvrh. svara um málið þegar málið kemur til Ed.
    Það er ekki í fyrsta sinn sem ég á erfitt með að skilja sumt sem kemur frá hv. þm. Stefáni Valgeirssyni og mér er ekki ljóst hvernig ríkisstjórnin átti í upphafi að biðja um álitsgerðir vegna fram kominna fullyrðinga á Alþingi. Málið kom ekki fyrir Alþingi fyrr en í október en bráðabirgðalögin voru sett í ágúst. Það er eins og ég segi ekki í fyrsta sinn.