Endurgreiðsla á gjaldi af erlendum lánum
Miðvikudaginn 13. febrúar 1991


     Frsm. minni hl. fjh.- og viðskn. (Halldór Blöndal) :
    Herra forseti. Ég hef að sjálfsögðu ekki ræðuna við höndina en ég man ekki betur en hv. þm. hafi sagt að það væri of lítið sem fælist í þessu frv. sem ég flyt hér. Það er ekki úrslitaatriði. Það er hægt að fletta því upp síðar. En ummæli mín byggðust á því að þingmanninum þætti of lítið það sem fælist í endurgreiðslunni og gaf með öðrum orðum í skyn að ekki tæki því að greiða fyrir því að þessi litla endurgreiðsla kæmi til, 6 eða 8 milljónir.