Endurgreiðsla á gjaldi af erlendum lánum
Þriðjudaginn 19. febrúar 1991


     Karvel Pálmason (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Það er nýtt að heyra jafnmikla traustsyfirlýsingu frá hv. þm. Halldóri Blöndal á hæstv. fjmrh. sem hann telur að ráði lögum og lofum og túlkun á lögum fyrir hæstv. ríkisstjórn. Ég verð að lýsa því hér yfir að ég met ekki persónu hæstv. fjmrh. með þessum hætti. Hann hefur ekki einn túlkunarákvörðun í þessum efnum. Það eru sem betur fer fleiri í hæstv. ríkisstjórn en hæstv. fjmrh. og ég segi enn: Ég eygi enn von til þess að hæstv. ríkisstjórn, þrátt fyrir trú hv. þm. Halldórs Blöndal á fjmrh., þá eygi ég þó von til þess að hinir sjái leið út úr þessum ógöngum og leysi málið. ( Gripið fram í: Mikil er trú þín.)