Samningar um álver
Miðvikudaginn 13. mars 1991


     Hjörleifur Guttormsson (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Eins og ég gat um áðan hef ég ekki athugasemdir um það að umræða haldi hér áfram um sinn um þetta mál. Ég vil inna virðulegan forseta eftir tvennu: Hversu lengi hyggst hæstv. forseti halda áfram fundi hér í sameinuðu þingi? Og í öðru lagi vil ég inna hæstv. forseta eftir því hvort reikna megi með því að ríkisstjórnin verði hér viðstödd, hæstv. ráðherrar. Ég sé að þeir eru hér nokkrir en ég vil inna eftir því hvort það sé tryggt að hæstv. ráðherrar verði hér viðstaddir þessa umræðu, því það tel ég vera algera forsendu fyrir því að við getum verið hér á einum kvöldfundinum enn að hæstv. ríkisstjórn sjái sóma sinn í því að vera hér viðstödd, enda varðar þetta ríkisstjórnina í heild, það mál sem hér er rætt.