Afgreiðsla frv. um stjórnarskipunarlög
Föstudaginn 15. mars 1991


     Þorv. Garðar Kristjánsson :
    Herra forseti. Auðvitað er það þannig að þegar mál er borið undir þingið eða þingdeild, þá ræður þingið eða þingdeildin hvað gert er. En það vill nú svo til að forseti, hver sem hann er, getur haft skoðun á því hvað er við hæfi og hvað er ekki við hæfi. Og ég lít þannig á að þegar ekki er eitthvað við hæfi, þá beri forseta að hafa skoðun og gera það eitt og leggja það eitt til sem samrýmist virðingu þingsins.