Lánsfjárlög 1991
Þriðjudaginn 19. mars 1991


     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson) :
    Virðulegi forseti. Við meðferð þessa máls í hv. Nd. flutti hv. þm. Ragnar Arnalds brtt. við það ákvæði frv. sem fjallar um lántökuheimildir fyrir Landsvirkjun, þar sem gert var ráð fyrir því að heimildir til lántökunnar yrðu því aðeins nýttar að fyrir lægi fyrirvaralaus raforkusamningur, ef ég man rétt orðalag tillögunnar. Þessi brtt. hv. þm. Ragnars Arnalds var felld. Við þær aðstæður sátu alþýðubandalagsmenn hjá við afgreiðslu málsins, þ.e. að því er varðar þessa lántökuheimild og ég geri ráð fyrir því að við áskiljum okkur rétt til þess hér einnig ef málið kemur upp til sérstakrar atkvæðagreiðslu.