Kosning í stjórnir og ráð
Miðvikudaginn 20. mars 1991


     Eiður Guðnason :
    Virðulegi forseti. Ég vil í fyrsta lagi minna á það að á hinu háa Alþingi er afar löng hefð fyrir því að ef þingflokkur eða þingflokkar biðja um frestun á máli þá er orðið við því. Það er ekkert ofbeldi. Það er mjög löng venja í störfum þingsins.
    Í öðru lagi vil ég minna á að það var haldinn fundur þingflokksformanna hjá forseta fyrir fáum mínútum. Þar talaði varaformaður þingflokks Sjálfstfl. mjög skýrum rómi og studdi frestun þessa máls. Þar talaði líka formaður þingflokks Alþb. Síðan kemur hér formaður Alþb. og segir allt annað en formaður þingflokks Alþb. Það er auðvitað alveg nauðsynlegt að það liggi ljóst fyrir í þessu máli hver vilji Alþb. er. Vegna þess að formaður þingflokksins segir eitt og tekur undir það sem hér er verið að óska eftir, síðan kemur formaður Alþb. og segir allt annað.