Ferill 57. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.





Sþ.

57. Frumvarp til fjáraukalaga

[57. mál]


fyrir árið 1990, sbr. lög nr. 72/1990.

(Lagt fyrir Alþingi á 113. löggjafarþingi 1990.)



1. gr.

    Eftirtaldar breytingar verða á greiðsluyfirliti A-hluta ríkissjóðs 1990 frá 1. gr. fjárlaga fyrir árið 1990, sbr. 1. gr. laga nr. 72/1990.

Greiðsluyfirlit ríkissjóðs


Þús. kr.

Þús. kr.


Rekstrarreikningur

Tekjur
3 630 000

Beinir skattar
1 419 000
Óbeinir skattar
1 781 000
Vaxtatekjur
400 000
Aðrar tekjur
30 000

Gjöld
4 056 000
Samneysla
1 626 600
Rekstrargjöld
1 458 100
Viðhald
168 500
Neyslu- og rekstrartilfærslur
2 083 800
Vaxtagreiðslur
-325 000
Fjárfesting
670 600
Stofnkostnaður
231 100
Fjármagnstilfærslur
439 500


Gjöld umfram tekjur
426 000


Lánahreyfingar
Veitt lán, nettó
1 640 000
Veitt lán
1 200 000
- Innheimtar afborganir af veittum lánum
440 000
Hluta- og stofnfjárframlög
20 000


Hrein lánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs
2 086 000

Afborganir af teknum lánum
-1 360 000


Heildarlánsfjárþörf A-hluta ríkissjóðs
726 000

Lántökur
715 000
Innlend verðbréfaútgáfa
2 185 000
Erlend verðbréfaútgáfa
-1 470 000


Greiðslujöfnuður, sjóðsbreyting
-11 000


2. gr.


    Útgjöld ríkissjóðs breytast frá ákvæðum 2. gr. fjárlaga fyrir árið 1990, sbr. 2. gr. laga nr. 72/1990, sem hér segir, sbr. sundurliðun í 3. gr.


Þús. kr.

Þús. kr.



00 Æðsta stjórn ríkisins
30 000
01 Forsætisráðuneyti
62 700
02 Menntamálaráðuneyti
670 600
03 Utanríkisráðuneyti
194 400
04 Landbúnaðarráðuneyti
176 600
05 Sjávarútvegsráðuneyti
57 300
06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
170 400
07 Félagsmálaráðuneyti
47 100
08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
1 462 700
09 Fjármálaráðuneyti
909 000
10 Samgönguráðuneyti
370 100
11 Iðnaðarráðuneyti
216 100
12 Viðskiptaráðuneyti
12 000
14 Umhverfisráðuneyti
2 000
15 Fjárlaga- og hagsýslustofnun
-325 000


Samtals
4 056 000

3. gr.


    Sundurliðun gjalda skv. 2. gr. á stofnanir og viðfangsefni er þessi:




REPRÓ

4. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.


A t h u g a s e m d i r v i ð l a g a f r u m v a r p þ e t t a .



Inngangur.


    Frumvarp þetta er annað fjáraukalagafrumvarpið sem lagt er fram á þessu ári. Fyrra frumvarpið var lagt fram á síðastliðnum vetri í kjölfar kjarasamninga milli aðila vinnumarkaðarins annars vegar og ríkisins og BSRB hins vegar til að afla nauðsynlegra heimilda til breytinga á útgjöldum ríkissjóðs vegna þeirra.
    Frumvarp til fjáraukalaga fyrir yfirstandandi ár var í fyrsta sinn lagt fram á haustþingi 1989. Fram til þess höfðu fjáraukalög verið lögð fram að loknu fjárlagaári, og oft ekki fyrr en nokkrum árum síðar, til staðfestingar á útgreiðslum úr ríkissjóði umfram fjárlög. Hinn nýi háttur hafði það að markmiði að koma í veg fyrir veitingu aukafjárheimilda innan ársins án samþykkis Alþingis. Fjármálaráðherra lýsti yfir því að hann mundi í upphafi hvers haustþings leggja fram frumvarp til fjáraukalaga ef nauðsyn væri talin á viðbótarheimildum vegna lögbundinna skuldbindinga ríkissjóðs eða breytinga á forsendum fjárlaga. Jafnframt var sá háttur tekinn upp í fjárlögum 1990 að veita ráðuneytum og ríkisstjórn í heild ákveðnar fjárhæðir til að mæta óvissum útgjöldum innan ársins. Þannig var framkvæmdarvaldinu gefið betra færi á að mæta ófyrirséðum útgjöldum sem upp koma við framkvæmd fjárlaga.
    Í frumvarpi þessu er sótt um heimildir sem nauðsynlegar eru taldar vegna skuldbindinga ríkissjóðs, samþykkta Alþingis og verkefna sem áhersla er lögð á að ljúka. Jafnframt er leitað heimilda til fjárgreiðslna vegna rekstrarvandamála nokkurra stofnana. Þetta er gert til þess að í endanlegu uppgjöri ríkissjóðs fyrir árið 1990 þurfi ekki að sækja um umtalsverðar heimildir til uppgjörs á rekstri ársins. Við endanlegt uppgjör fyrir árið 1990 er stefnt að því að umframgreiðslur á þessu ári komi til frádráttar heimildum í fjárlögum á næsta ári.
    Áætlaður útgjaldaauki samkvæmt frumvarpinu er rúmir 4 milljarðar króna sem skýrist að langstærstum hluta af fáum liðum eins og eftirfarandi tafla sýnir (í m.kr.):



Tryggingastofnun ríkisins, lyfjakostnaður o.fl.
1.260
Áhrif verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga
280
Ályktanir Alþingis, vegamál o.fl.
320
Framlag til Endurbótasjóðs menningarstofnana, í stað lánveitingar
300
Hallarekstur fyrirtækja frá fyrra ári
280
    

     Við endurmat á afkomu ríkissjóðs í ágúst sl. var áætlað að útgjöld hans yrðu um 3 milljarðar króna umfram það sem gert var ráð fyrir í fjáraukalögum sl. vetur. Breyting frá þeirri áætlun skýrist einkum af 600 m.kr. hærri útgjöldum til almannatrygginga, 300 m.kr. framlags til Endurbótasjóðs menningarstofnana í stað lánveitingar eins og áformað var og 140 m.kr. framlagi til aðstoðar flóttafólks vegna átakanna við Persaflóa.
    Þess er vænst að frumvarp þetta fái skjóta afgreiðslu á Alþingi því að mikilvægt er að framkvæmdarvaldinu gefist svigrúm til að laga starfsemi stofnana að þeim heimildum sem veittar kunna að verða með lögfestingu þess.




Afkoma ríkissjóðs 1990.


    Samkvæmt upphaflegum fjárlögum 1990 var gert ráð fyrir að halli á rekstri ríkissjóðs yrði 3,7 milljarðar króna. Eins og kynnt var í fjáraukalögum á sl. vetri höfðu kjarasamningar áhrif á afkomu ríkissjóðs með tvennum hætti. Annars vegar ákváðu stjórnvöld að beita sér fyrir sérstökum aðgerðum í ríkisfjármálum til að greiða fyrir gerð kjarasamninganna. Fólst það í hvoru tveggja í senn, lægri sköttum og auknum ríkisútgjöldum. Hins vegar breyttust verðlagsforsendur fjárlaga til lækkunar. Sú lækkun kom fyrr fram á tekjum ríkissjóðs en á gjaldahlið og hafði þannig neikvæð áhrif á rekstrarafkomu ríkissjóðs. Til að vega upp á móti þessu voru útgjöld lækkuð. Í heild leiddu fjáraukalögin til um 850 m.kr. aukningar á rekstrarhalla ríkissjóðs sem ætlað var að yrði rúmir 4,5 milljarðar króna. Gert var ráð fyrir að þessi halli yrði að fullu fjármagnaður innan lands.
    Afkomuhorfur ríkissjóðs í lok árs hafa verið endurmetnar og er nú reiknað með að halli verði 4.960 m.kr. og er það um 400 m.kr. umfram það sem gert var ráð fyrir í fjáraukalögum. Nokkur frávik verða bæði á tekna- og gjaldahlið. Þannig er nú áætlað að tekjur verði 92,6 milljarðar króna í stað 88,9 milljarða króna í fjáraukalögum. Heildargjöld stefna hins vegar í 97,5 milljarða króna í stað 93,5 milljarða króna í fjáraukalögum. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs var í fjáraukalögum áætluð 4,1 milljarður króna en er nú samkvæmt endurskoðaðri áætlun metin á 6,2 milljarða króna. Að frátöldum auknum rekstrarhalla ríkissjóðs má einkum rekja aukna lánsfjárþörf ríkissjóðs til meiri lánveitinga til sveitarfélaga og B-hluta fyrirtækja. Heimild til þessarar lántöku er í lánsfjárlögum og hefur verið ákveðið að ríkissjóður afli umræddra lána og endurláni til fyrirtækjanna.
    Hér á eftir verður gerð grein fyrir niðurstöðum þessarar endurskoðunar og frávikum frá fyrri fjáraukalögum.

Afkoma ríkissjóðs 1990.




Fjárauka-


Fjárlög

lög maí

Áætlun


1990

1990

1990


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.





1. Tekjur
91.545 88.945 92.575
2. Gjöld
95.232 93.479 97.535
3. Rekstrarafkoma (1.-2.)
-3.687 -4.534 -4.960
4. Lánveitingar, nettó
-410 -410 1.250
5. Hrein lánsfjárþörf (4.-3.)
3.277 4.124 6.210
6. Lántökur, nettó
3.295 4.145 6.220
Innlend lántaka - afborganir
5.295 6.145 12.162 1)
Erlend lántaka - afborganir
1.000 1.000 -380
Lán í Seðlabanka - afborganir
-3.000 -3.000 -5.562 1)
7. Greiðsluafkoma (6.-5.)
18 21 10



1) Hér er meðtalin 3.797 m.kr. lántaka hjá innlánsstofnunum í tengslum við lækkun bindiskyldu úr 10% í 7% í maímánuði. Þessi upphæð var notuð til að greiða upp 3.517 m.kr. skuldabréfalán í Seðlabanka og bæta stöðu ríkissjóðs á aðalviðskiptareikningi í bankanum. Þessar lánahreyfingar höfðu hvorki áhrif á peningamyndun né vexti eins og aðrar innlendar lántökur.






Tekjur.


    Í fjáraukalögum, sem samþykkt voru um miðjan maí, var gert ráð fyrir að innheimtar tekjur ríkissjóðs yrðu nálægt 89 milljörðum króna á þessu ári.



Endur-


Fjárauka-

skoðuð


lög maí

áætlun

Frávik


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.

%




Tekju- og eignarskattar
16.026 17.445 1.419 8,9
Einstaklingar
12.551 13.050 499 4,0
Fyrirtæki
3.475 4.395 920 26,5

Óbeinir skattar
67.041 68.822 1.781 2,7
Innflutningsgjöld
7.163 7.747 584 8,2
Virðisaukaskattur/söluskattur
37.750 38.350 600 1,6
Hagnaður ÁTVR
6.020 5.920 -100 -1,7
Launa- og tryggingaiðgjöld
6.800 7.280 480 7,1
Bifreiðagjöld
5.385 5.425 40 0,7
Aðrir skattar
3.923 4.100 177 4,5

Aðrar tekjur
5.878 6.308 430 7,3
Vaxtagreiðslur
3.670 4.070 400 10,9
Arðgreiðslur o.fl.
2.208 2.238 30 1,4

Heildartekjur ríkissjóðs
88.945 92.575 3.630 4,1


    Tekjuáætlun hefur nú verið endurskoðuð og er allt útlit fyrir að heildarinnheimtan verði talsvert meiri á þessu ári en áður var áætlað, eða kringum 92,6 milljarðar króna. Þetta er um 3,6 milljörðum króna hærri tekjur en reiknað var með í fyrri áætlun og nemur aukningin rúmum 4%. Þessi aukning skýrist einkum af tvennu. Annars vegar skilaði álagning opinberra gjalda fyrir gjaldaárið 1990 meiri tekjum en gert hafði verið ráð fyrir. Munar þar mestu um tekjuskatt félaga sem skýrist væntanlega af betri afkomu þeirra á árinu 1989 en áður var talið. Þá hefur hert innheimta á eldri skuldum skilað ríkissjóði talsverðum viðbótartekjum, einkum á fyrri helmingi ársins. Er þetta meðal annars vegna þess að upptaka virðisaukaskatts hefur ýtt undir uppgjör á ógreiddum sköttum, bæði tekju- og eignarsköttum og launatengdum gjöldum, en fyrirtæki fá ekki virðisaukaskatt af aðföngum sínum endurgreiddan nema þau séu skuldlaus við ríkissjóð. Þessi áhrif birtast einnig í auknum vaxtatekjum. Aftur á móti virðast veltuforsendur fjárlaganna hafa staðist í öllum meginatriðum.
    Af öðrum frávikum á tekjuhlið má nefna að innheimta virðisaukaskatts varð heldur meiri á fyrri hluta ársins en búist var við. Sú viðbót kemur nær eingöngu fram í meiri tekjum af innflutningi. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að aukin skil af innflutningi þurfa ekki að þýða auknar tekjur fyrir ríkissjóð, þar sem þessi þáttur er að stórum hluta innskattur sem kemur til frádráttar útskatti síðar. Hér gæti því verið um að ræða tilfærslu fram eftir ári fremur en hreina viðbót. Á móti auknum virðisaukaskatti af innflutningi vegur síðan tvennt. Annars vegar að niðurfellingu virðisaukaskatts af íslenskum bókum var flýtt fram til 1. september og hins vegar að ákveðið hefur verið að veita áfram gjaldfrest í tolli. Að öllu þessu samanlögðu er nú reiknað með að innheimtar tekjur af virðisaukaskatti verði 600 m.kr. meiri á þessu ári en áður var talið.


    Þá er búist við að tekjur af innflutningsgjöldum verði nokkru meiri í ár en áætlað var. Þar á jöfnunargjaldið stærstan hlut að máli, auk þess sem mikill innflutningur atvinnubifreiða framan af ári skilar auknum tolltekjum. Á móti vega þær skattbreytingar sem stjórnvöld ákváðu í júlímánuði og aftur nú nýverið með lækkun tolla á bensíni til að halda aftur af verðlagshækkunum. Munu þær skerða tekjur ríkissjóðs um 200 m.kr. á þessu ári.

Útgjöld.


    Samkvæmt fjáraukalögum 1990 voru gjöld ríkissjóðs áætluð 93,5 milljarðar króna. Útgjaldahorfur til loka árs hafa nú verið endurmetnar og er niðurstaðan að útgjöld ríkissjóðs munu verða um 4 milljörðum króna hærri. Af einstökum stærri liðum má nefna að tryggingabætur hækka um 1.260 m.kr., áhrif verkaskiptingarlaga ríkis- og sveitarfélaga hafa í för með sér 280 m.kr. hækkun, Endurbótasjóður menningarstofnana fær 300 m.kr. framlag í stað lánveitingar, vegna ályktana Alþingis þarf að verja 320 m.kr., og framlag til uppgjörs á endurgreiðslu söluskatts verður 200 m.kr. Hér á eftir verður nánar gerð grein fyrir niðurstöðum á gjaldahlið og helstu frávikum sem verða frá fyrri fjáraukalögum.

Gjöld A-hluta ríkissjóðs 1990.




Fjárlög

Fjárauka-

Áætlun


1990

lög maí

1990


Greiðslugrunnur

m.kr.

m.kr.

m.kr.




Almenn rekstrargjöld
36.558 35.774 37.232

Tryggingagreiðslur o.fl.
38.035 37.956 40.040
Lífeyristryggingar
12.757 12.459 12.559
Sjúkratryggingar
9.113 8.931 10.031
Atvinnuleysistryggingasjóður
1.252 1.027 1.027
Lánasjóður íslenskra námsmanna
2.215 2.171 2.171
Niðurgreiðslur
5.016 5.831 5.831
Útflutningsbætur
1.387 1.344 1.429
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
1.232 1.207 1.207
Annað
5.063 4.986 5.785

Vextir
9.125 9.125 8.800

Viðhald
2.235 2.157 2.325

Stofnkostnaður
9.279 8.467 9.138

Samtals
95.232 93.479 97.535


    Almenn rekstrargjöld eru áætluð 1.458 m.kr. hærri en gert var ráð fyrir í fjáraukalögum. Kostnaður við rekstur skóla er áætlaður 320 m.kr. umfram fjárlög. Þar vega þyngst útgjöld til framhaldsskóla. Rekstur heilbrigðisstofnana er talinn verða nálægt 190 m.kr. umfram fyrri áætlanir sem skýrist af auknum kostnaði vegna verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga og hallarekstri sjúkrahúsa frá fyrra ári. Sameiginlegur kostnaður við skattkerfið og átak við innheimtu skatta var vanmetinn í fjárlögum og er nú áætlaður um 220 m.kr. hærri. Þá er áætlað að rekstur dómskerfisins verði 100 m.kr. umfram fyrri áætlanir. Loks má nefna að kostnaður vegna samningaviðræðna EFTA og EB kemur fram á rekstri flestra ráðuneyta og má áætla útgjaldaauka þeirra vegna nálægt 70 m.kr.
    Tryggingagreiðslur og ýmis framlög eru nú áætluð um 2.084 m.kr. hærri en í fjáraukalögum. Þyngst vega útgjöld til sjúkratrygginga sem talin eru hækka um 1.100 m.kr., einkum vegna lyfja, sérfræðikostnaðar og kaupa hjálpartækja. Lífeyrisgreiðslur eru áætlaðar 100 m.kr. umfram áætlun. Til uppgjörs á endurgreiðslu uppsafnaðs söluskatts eru áætlaðar 200 m.kr. Vegna ástandsins við Persaflóa ákvað ríkisstjórnin að beita sér fyrir 140 m.kr. framlagi til hjálpar flóttafólki á svæðinu. Til útflutningsbóta eru áætlaðar 71 m.kr. Loks er áætlað að greiðslur uppbóta á lífeyri til þeirra sjóða, sem ekki var skert framlag til, verði 130 m.kr. Aðrir liðir eru smærri.
    Vaxtagjöld eru nú áætluð 325 m.kr. lægri sem einkum skýrist af lægra vaxtastigi innan lands og lækkun á gengi Bandaríkjadollars.
    Viðhald hækkar um 168 m.kr. Þar af hækkar framlag til vegagerðar um 135 m.kr. vegna mikils kostnaðar við snjómokstur sl. vetur.
     Stofnkostnaður er talinn hækka um 671 m.kr. Framlag til vegagerðar hækkar um 150 m.kr. í samræmi við samþykktir í vegáætlun sl. vor. Útgjöld til hafnamála hækka um 65 m.kr. vegna nauðsynlegra framkvæmda á sjóvarnargörðum og hafnarmannvirkjum vegna tjóna af völdum óveðurs sem gekk yfir í janúar sl. Loks er nú gert ráð fyrir 300 m.kr. framlagi til Endurbótasjóðs menningarstofnana í stað þess að honum verði veitt lán til framkvæmdanna.

Lánahreyfingar.


    Í fjárlögum 1990 var gert ráð fyrir að lántökur yrðu alls 8.995 m.kr. Innlendar lántökur voru áætlaðar 6.625 m.kr. og erlendar lántökur 2.370 m.kr. Með fjáraukalögunum var innlend fjáröflun hækkuð um 850 m.kr. Samkvæmt endurskoðaðri áætlun er lánsfjárþörf nú talin verða 12.560 m.kr. Aukning frá fjáraukalögum skýrist af uppgjöri á 2 milljarða króna yfirdráttarskuld við Seðlabankann í lok árs 1989, auknum lánveitingum að fjárhæð 300 m.kr. og 415 m.kr. meiri rekstrarhalla ríkissjóðs.
    Horfur um innlenda fjáröflun til áramóta eru góðar. Áætlað er að sala ríkisvíxla umfram innlausn verði 3.800 m.kr. og nú þegar er búið að tryggja sölu spariskírteina fyrir um 6,3 milljarða króna á árinu. Nýlega komu á markaðinn ný tegund ríkisverðbréfa, sem hafa binditíma á milli ríkisvíxla og spariskírteina, eða á bilinu frá 6 mánuðum til 3 ára. Með þeim er stefnt að því að binda til lengri tíma þann hluta fjáröflunar sem nú liggur í ríkisvíxlum. Áætlað er að unnt verði að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs að fullu innan lands. Verður þar með ekki þörf fyrir þá erlendu lántöku sem áætluð var í fjárlögum né sérstakri erlendri lántöku til að gera upp 2 milljarða króna yfirdráttarskuld ríkissjóðs í Seðlabanka í lok árs 1989. Hins vegar verða tekin erlend lán vegna lánveitinga til annarra aðila, sem fara gegnum Endurlán ríkisins, til Atvinnutryggingarsjóðs, Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og bæjarfélaga og fyrirtækja þeirra.

Lánahreyfingar ríkissjóðs 1990.




Fjárauka-


Fjárlög

lög

Áætlun


1990

maí 1990

1990




Lánahreyfingar, útstreymi
-5.290 -5.290 -5.590
Afborganir, innheimta
3.480 3.480 3.040
Afborganir, greiddar
-3.700 -3.700 -2.840
Innlausn spariskírteina
-2.000 -2.000 -1.500
Veitt lán
-2.350 -2.350 -3.550
Hlutafé
-160 -160 -180
Viðskiptareikningar
-560 -560 -560

Lántökur
8.995 9.845 12.560
Ríkisvíxlar
- - 3.800
Spariskírteini, ríkisbréf
6.625 7.475 7.460
Önnur innlend lántaka
- - 400
Erlendar lántökur
2.370 2.370 900
Uppgjör yfirdráttar í Seðlabanka
- - -2.000
Lánahreyfingar, nettó
3.705 4.555 4.970


    Útstreymi á lánahreyfingum er talið verða óbreytt frá fjáraukalögum þegar á heildina er litið. Hins vegar verða breytingar á einstökum liðum. Áætlað er að innheimtar afborgana veittra lána verði um 440 m.kr. lægri. Greiddar afborganir verða 960 m.kr. undir áætlun en það skýrist af samningum sem gerðir voru við banka um yfirtöku skulda ríkissjóðs í Seðlabanka að fjárhæð 3.517 m.kr. Við þessa aðgerð falla niður á þessu ári afborganir hinna yfirteknu lána að fjárhæð 960 m.kr. Í meðfylgjandi yfirliti er þessi skuldayfirtaka skilgreind sem skuldbreyting og kemur ekki sérstaklega fram. Innlausn spariskírteina er áætluð 400 m.kr. lægri en í fjárlögum. Skýrist sá munur af minni innlausn flokka sem ekki eru á lokagjalddaga.
    Veitt lán eru talin verða 1.200 m.kr. umfram áætlun. Þar er um að ræða lánveitingar með ábyrgð ríkissjóðs sem samkvæmt heimild í lánsfjárlögum má færa um Endurlán ríkissjóðs en í áætlun fjárlaga var gert ráð fyrir beinni lántöku hjá sjóðum eða bankakerfi. Á móti þessari lánveitingu er lántaka þannig að áhrif á greiðslustöðu ríkissjóðs eru engin.
    Á miðju ári 1990 yfirtók ríkissjóður skuldbindingar Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins. Þessi uppgjörsmál hafa ekki áhrif á greiðsluafkomu ríkissjóðs og koma þar af leiðandi ekki fram í þessu uppgjöri. Þá má nefna að í ríkisreikningi ársins 1989 var til bráðabirgða fært á skammtímahreyfingar skuldabréf vegna uppgjörs gamla Útvegsbankans gagnvart Íslandsbanka. Í byrjun árs 1990 var gengið formlega frá þessu uppgjöri á þann hátt að í stað þess að gefa út skuldabréf til langs tíma voru Íslandsbanka afhent spariskírteini að fjárhæð 928 m.kr. og ríkisvíxlar að fjárhæð 273 m.kr. Þessi uppgjörsháttur hefur ekki áhrif á greiðsluafkomu ríkissjóðs og er ekki hluti af þeirri fjáröflun sem ætluð er til að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs heldur aðeins tilfærsla milli skammtíma- og langtímalánahreyfinga. Því þykir eðlilegra í þessum samanburði að draga þessa sölu spariskírteina og ríkisvíxla frá annarri sölu þannig að hún kemur ekki fram í tölum um sölu spariskírteina og ríkisvíxla í yfirlitum hér að framan.

Athugasemdir við einstaka fjárlagaliði, sbr. 3. gr.




00 Æðsta stjórn ríkisins



    
Til æðstu stjórnar ríkisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 30 m.kr.

510 Bessastaðir
     Til framkvæmda við Bessastaði er farið fram á 25 m.kr. Um er að ræða fjárveitingu til     að ljúka við framkvæmdir á Bessastaðastofu svo að hægt verði að taka hana í notkun.

620 Ríkisendurskoðun
     Til Ríkisendurskoðunar er farið fram á 5 m.kr. Hér er um að ræða uppgjör orlofs við     starfsmenn samkvæmt samningi við forseta Alþingis og greiðsluskuldbindinga vegna samnings við tölvukaup.


01 Forsætisráðuneyti



    
Til forsætisráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 62,7 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Til aðalskrifstofu er samtals farið fram á 14,9 m.kr. Hér er um fjóra liði að ræða.
    Í fyrsta lagi er sótt um 10 m.kr. til uppgjörs á kostnaði við hönnun og athuganir embættis Húsameistara ríkisins nokkur undanfarin ár á byggingum Stjórnarráðs Íslands. Kostnaðurinn er einkum tengdur störfum húsnæðisnefndar Stjórnarráðsins, sem unnið hefur að áætlunum um framtíðaruppbyggingu á húsakosti þess. Í öðru lagi er sótt um 1 m.kr. vegna könnunar á áhrifum af aðild Íslands að Evrópsku efnahagssvæði (EES) á þjóðarbúskapinn, sem ríkisstjórnin samþykkti 16. febrúar sl. að gera. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands var falinn hluti þessa viðfangsefnis og er um að ræða greiðslu til hennar. Í þriðja lagi er sótt um 1 m.kr. vegna undirbúnings alþjóðlegrar kvennaráðstefnu 1991 samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar 2. október sl. Í fjórða lagi er sótt um 2,9 m.kr. vegna endurbyggingar stoðveggjar á lóðarmörkum stjórnarráðshúss og Bankastrætis. Stoðveggurinn var reistur árið 1988 í samvinnu ríkis og Reykjavíkurborgar og er reikningur nú kominn til uppgjörs.

102 Þjóðhagsstofnun
     Til Þjóðhagsstofnunar er farið fram á 1,4 m.kr. vegna könnunar á áhrifum af aðild Íslands     að Evrópsku efnahagssvæði (EES) á þjóðarbúskapinn. Þetta er í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 16. febrúar sl.

171 Byggðastofnun
     Til Byggðastofnunar er farið fram á 45 m.kr. Alþingi samþykkti á síðasta ári lög sem     heimila skuldbreytingar á lánum loðdýrabænda vegna verðfalls afurða á undanförnum árum. Vandi loðdýrabænda hefur komið mjög illa niður á rekstri fóðurstöðva og rekstrarstöðvun þeirra blasað við. Byggðastofnun var með samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í mars sl. falið að skoða rekstrarvanda fóðurstöðvanna í samráði við Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Er hér sótt um viðbótarheimild, 25 m.kr., til að bæta fjárhagsstöðu fóðurstöðva. Einnig er sótt um 15 m.kr. til aðstoðar við að leysa úr vanda atvinnufyrirtækja á Þórshöfn og Vopnafirði. Loks er sótt er um 5 m.kr. til uppgjörs á bráðabirgðaláni sem veitt var Ólafsfjarðarbæ vegna skemmda sem urðu þar þegar aurskriður féllu á bæinn.

902 Þjóðgarðurinn á Þingvöllum
    Samkvæmt samþykkt ríkisstjórnar frá 26. júlí sl. er sótt um 1,4 m.kr. vegna jarðsigsmælinga Norrænu eldfjallarannsóknastöðvarinnar, en á undanförnum árum hafa farið fram ítarlegar rannsóknir á jarðfræði og náttúru Þingvalla.


02 Menntamálaráðuneyti



    
Til menntamálaráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 670,6 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Til aðalskrifstofu er farið fram á 15 m.kr. Kostnaður við flutning skrifstofunnar frá     Hverfisgötu á Sölvhólsgötu 4 hefur orðið mun meiri en gert var ráð fyrir, auk þess sem greiða þurfti leigu af eldra húsnæði lengur en ráð var fyrir gert.

201 Háskóli Íslands
     Til Háskóla Íslands er farið fram á 19,5 m.kr. Hér er einkum um að ræða viðbót vegna     rekstrar- og kennslukostnaðar. Þá var Nýi hjúkrunarskólinn lagður niður á árinu en hluti af starfsemi hans færður til Háskólans. Tekið hefur verið tillit til þessa í frumvarpi til fjárlaga 1991.

221 Kennaraháskóli Íslands
     Til Kennaraháskólans er farið fram á 1,5 m.kr. Endurmenntunarnámskeið fyrir kennara     er kostað af KHÍ og er áætlað fyrir þeim kostnaði í fjárlögum. Talsvert fleiri sóttu námskeið skólans en áætlað var og nemur útlagður kostnaður vegna þessa 1,5 m.kr.

223 Rannsóknastofnun uppeldismála
     Til Rannsóknastofnunar uppeldismála er farið fram á 0,8 m.kr. vegna flutnings í leiguhús    næði. Stofnunin hafði til afnota húsnæði í gamla Kennaraskólanum endurgjaldslaust. Hún þurfti að rýma húsnæðið og flytja í leiguhúsnæði þar sem búið er að afhenda gamla Kennaraskólann að gjöf til samtaka kennara.

319 Framhaldsskólar

     Til framhaldsskóla, almennt, er farið fram á 238 m.kr. Fjórar ástæður liggja þar að baki.     Í fyrsta lagi varð nemendafjölgun umtalsvert meiri en gert var ráð fyrir. Áætlað er að þetta komi fram í 77 m.kr. aukningu launagjalda og 35 m.kr. aukningu rekstrargjalda. Í öðru lagi munu áhrif breyttra verkaskipta ríkis og sveitarfélaga leiða til viðbótarútgjalda. Kostnaður við húsvörslu og ræstingu, sem var hjá sveitarfélögum, hefur reynst 20 m.kr. hærri en áætlað var og kostnaður við uppgjör á mötuneytum héraðsskóla er 8 m.kr. Í þriðja lagi vantar 18 m.kr. til uppgjörs á rekstrargjöldum sveitarfélaga frá síðasta ári. Í fjórða lagi leiða starfsaldurshækkanir hjá kennurum og önnur ákvæði í kjarasamningum frá fyrra ári til 80 m.kr. hærri útgjalda.

401 Náttúrufræðistofnun
    Til Náttúrufræðistofnunar er farið fram á 0,4 m.kr. Hér er um að ræða aukinn launakostn    að vegna barnsburðarleyfis starfsmanns. Stofnunin var færð til umhverfisráðuneytisins á árinu.

422 Námsgagnastofnun
    Til Námsgagnastofnunar er farið fram á 6,2 m.kr. Vegna útgáfu bókarinnar Að ná tökum á tilverunni er sótt um 5,3 m.kr. Samþykkt var í ríkisstjórninni að fela menntamálaráðuneytinu framkvæmd fíknivarnarátaks og var útgáfa þessarar bókar hluti þess verkefnis. Vegna kennslu sex ára barna, sem hefst í haust í fyrsta sinn, er sótt um 0,9 m.kr. til útgáfu námsefnis fyrir þennan aldurshóp.

720 Grunnskólar, almennt
     Til þessa fjárlagaliðar er farið fram á samtals 63 m.kr. Um er að ræða kostnaðarupp    gjör við sveitarfélög vegna ársins 1989 sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum 1990.

931 Náttúruverndarráð
     Til Náttúruverndarráðs er farið fram á 3 m.kr. Í fyrsta lagi er hér um að ræða 2 m.kr.     til reksturs Þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum en fjárveiting til hans féll niður í fjárlögum 1990. Í öðru lagi er um að ræða 1 m.kr. framlag vegna náttúruverndarþings 1990. Stofnunin var færð til umhverfisráðuneytisins á árinu.

987 Endurbótasjóður menningarstofnana
     Í fjárlögum fyrir 1990 var gert ráð fyrir að Endurbótasjóður menningarstofnana, sem er     í B-hluta, tæki lán til að fjármagna framkvæmdir við Þjóðleikhúsið og Þjóðarbókhlöðuna. Nú er hins vegar lagt til að veitt verði 300 m.kr. framlag sem kæmi að öllu leyti í stað fyrirhugaðrar lántöku. Hér er einungis um að ræða tilflutning á þessari fjárhæð frá veittum lánum til B-hluta yfir í rekstrarreikning A-hluta en breyting þessi hefur ekki áhrif á greiðsluafkomu ríkissjóðs frá því sem áætlað var í fjárlögum.

982 Listir, framlög
     Til þessa málaflokks er farið fram á samtals 12,2 m.kr. Í fyrsta lagi er sótt um 4 m.kr.     vegna mikils rekstrarvanda Íslensku óperunnar. Tillaga þessi er í samræmi við niðurstöðu starfshóps á vegum menntamálaráðuneytis sem vann á liðnu sumri að skoðun á rekstrarmálum óperunnar. Jafnframt hefur hópurinn lagt fram tillögur um framtíðarskipan á fjárhagslegum samskiptum óperunnar og ríkisins og verða þær hugmyndir lagðar fram við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1991. Í öðru lagi er um að ræða 6 m.kr. framlag til Listahátíðar en ríkissjóður hefur samkvæmt samningi lagt fram fjárhæð jafnháa framlagi borgarsjóðs. Í þriðja lagi er um að ræða 2,2 m.kr. rekstrarstyrk til Leikfélags Akureyrar en félagið á við verulegan rekstrarvanda að stríða.

989 Ýmis íþróttamál
     Sótt er um 1 m.kr. til Skáksambands Íslands vegna kostnaðar við Ólympíuskákmót.

999 Styrkur til útgáfu menningarefnis
     Málefni útgáfufélaga, sem hafa sérhæft sig í útgáfu menningarefnis eða sögu þjóðarinnar,     hafa verið til skoðunar í ráðuneytinu að undanförnu. Hér er um að ræða bókaútgáfu Menningarsjóðs og Íslenskrar þjóðmenningar og útgáfu bókaflokksins Saga Íslands. Til að leysa brýnasta fjárhagsvanda þessarar útgáfustarfsemi er sótt um 10 m.kr. heimild.


03 Utanríkisráðuneyti



    
Til utanríkisráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 194,4 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Til aðalskrifstofu er farið fram á 47 m.kr. Vegna þýðingar EB-skjala er fjárhæðin 24     m.kr. en samið var við Orðabók Háskólans um að hún tæki þetta verkefni að sér. Skiptist kostnaðurinn þannig að 15 m.kr. fara beint til greiðslu á þýðingum, 2 m.kr. fara til lagfæringar húsnæðis sem taka þurfti á leigu og 7 m.kr. til kaupa á tölvubúnaði. Vegna samningaviðræðna EFTA og EB er sótt um 23 m.kr. Einkum er um að ræða ferðakostnað vegna mun tíðari samningaviðræðna en búist var við.

102 Varnarmálaskrifstofa

     Til varnarmálaskrifstofu er farið fram á 1,4 m.kr. framlag til greiðslu á kostnaði vegna     samninga við varnarliðið í tengslum við fyrirhugaða hreinsun umhverfisins við aflagðar ratsjárstöðvar. Þá er sótt um viðbótarheimild vegna sjúkraorlofs starfsmanns.

201 Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli
     Til Lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli er farið fram á samtals 6 m.kr. Vegna langtíma     veikinda tveggja starfsmanna hefur þurft að ráða aukamenn og er kostnaður vegna þess 4,2 m.kr. Í öðru lagi 1,8 m.kr. þar sem tafir urðu á ráðningu öryggisvarða í Leifsstöð. Varð að manna þá gæslu með starfsmönnum lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.

390 Þróunarmál og alþjóðleg hjálparstarfsemi

     Til þessa málaflokks er farið fram á 140 m.kr. Að tillögu utanríkisráðherra samþykkti     ríkisstjórnin að leita eftir því við Alþingi að það veitti 140 m.kr. til aðstoðar flóttafólki vegna ástandsins við Persaflóa.


04 Landbúnaðarráðuneyti



    
Til landbúnaðarráðuneytis er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 176,6 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Til aðalskrifstofu er farið fram á 2 m.kr. til greiðslu ferðakostnaðar sem fallið hefur til     vegna funda sem tengjast samningaviðræðum EFTA og EB og fundarhalda á vettvangi GATT um viðskipti með landbúnaðarvörur.

171 Jarðeignir
     Til Jarðeigna ríkisins er farið fram á 15 m.kr. Er þetta til greiðslu á uppgjöri við bændur     á ríkisjörðum.


205 Veiðistjóri
     Til að greiða verðlaun fyrir eyðingu refa og minka frá árinu 1989 er farið fram á 2,8     m.kr. en eyðing þessara dýra hefur orðið meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum 1990. Mjög erfitt er að áætla þessa tölu nákvæmlega í fjárlagaundirbúningi. Þá er farið fram á 1 m.kr. til að greiða kostnað vegna rannsókna á faraldursfræði salmonellasýkils í hröfnum og mávum. Stofnunin var færð til umhverfisráðuneytisins á árinu.     

231 Skógrækt ríkisins
     Til Skógræktar ríkisins er farið fram á 2 m.kr. Starfsemi stofnunarinnar fluttist um sl.     áramót að Hallormsstað. Kostnaður við flutningana varð hærri en áætlað einkum vegna þess að greiða verður biðlaun til fleiri starfsmanna en gert var ráð fyrir í fjárlögum.

232 Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá
     Farið er fram á 2,5 m.kr. til rannsóknastöðvarinnar. Að stærstum hluta er það vegna     nauðsynlegra lagfæringa á íbúðarhúsnæði rannsóknastöðvarinnar en í starfssamningi við nýja forstöðumann stofnunarinnar er gert ráð fyrir að hann búi á staðnum.

246 Veiðimálastofnun

     Til reksturs Veiðimálastofnunar er farið fram á 3 m.kr. vegna verulegra rekstrarerfið    leika. Að tillögu landbúnaðarráðuneytisins hefur verið ákveðið að fram fari sérstök úttekt á rekstri stofnunarinnar og er þessi viðbótarheimild til lausnar á brýnasta fjárhagsvanda hennar. Einnig er farið fram á 8 m.kr. stofnkostnaðarframlag til uppbyggingar á ferskfiskrannsóknum í Kollafirði vegna kynbóta á laxfiski.

247 Yfirdýralæknir

     Farið er fram á 1 m.kr. vegna ferða yfirdýralæknis á fundi EFTA/EB til að samræma     reglur um heilbrigðismál dýra.

270 Landgræðslu- og landverndaráætlun

     Farið er fram á 5 m.kr. vegna aukinna verkefna við landgræðsluáætlun.

272 Einangrunarstöð holdanauta í Hrísey
     Til einangrunarstöðvarinnar er farið fram á 2 m.kr. vegna hallareksturs hennar. Ljóst er     að stöðin verður ekki rekin hallalaust miðað við þær forsendur sem liggja að baki framlagi ríkissjóðs í fjárlögum 1990. Þá er farið fram á 1,5 m.kr. til byggingar á sóttkví fyrir gæludýr. Gert er ráð fyrir að rekstur stöðvarinnar verði að fullu kostaður af notendum.

290 Útflutningsbætur

     Til þessa liðar er farið fram á samtals 71 m.kr. vegna ráðstöfunar á innmat af framleiðslu     þessa verðlagsárs og hærri kaup- og leigugreiðslna fyrir fullvirðisrétt en áætlað hafði verið.

289 Endurgreiðsla gjalda í landbúnaði

     Í fjáraukalögum fyrir árið 1989 var sótt um fjárheimild til uppgjörs á uppsöfnuðum     söluskatti í fiskeldi og loðdýrarækt. Í ljós hefur komið að kröfur voru hærri en áætlað var og hér er farið fram á 53 m.kr. viðbótarheimild til að ljúka uppgjörinu.


299 Landbúnaðarmál

     Til þessa fjárlagaliðar er farið fram á 4,4 m.kr. vegna varna gegn búfjársjúkdómum, sem     kunna að orsakast af innfluttum plöntum og plöntuafurðum. Vegna skamms aðlögunartíma að breytingu á reglugerð um innflutning á plöntum og plöntuafurðum urðu nokkrir innflytjendur fyrir útgjaldaauka vegna innflutningsstöðvunar. Er hér um greiðslu til þeirra að ræða.

502 Bændaskólinn á Hólum
     Til Bændaskólans á Hólum er farið fram á 2,4 m.kr. vegna langtímaveikinda og fæðingar    orlofs starfsmanna.


05 Sjávarútvegsráðuneyti



    
Til sjávarútvegsráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 57,3 m.kr.

201 Hafrannsóknastofnun
    Til Hafrannsóknastofnunar er farið fram á 42,3 m.kr., þar af eru 4,7 m.kr. vegna aukaleið    angra til loðnuleitar sem farnir voru í nóvember 1989. Vegna viðgerðar á r/s Árna Friðrikssyni er leitað heimilda fyrir 30,6 m.kr. Loks er sótt um 7 m.kr. vegna aukins kostnaðar við útgerð skipa Hafrannsóknastofnunar.

299 Sjávarútvegsmál, ýmis starfsemi
     Sótt er um 15 m.kr. til að unnt verði að hraða þeim verkefnum sem ráðist var í til að     bæta nýtingu afla og ná fram auknum gæðum.


06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti



    
Til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 170,4 m.kr.

101 Aðalskrifstofa

     Til aðalskrifstofu er farið fram á 1 m.kr. Hér er um að ræða aukinn kostnað vegna     ýmissa nefnda sem starfa á vegum ráðuneytisins svo og aukins álags vegna óvenju umfangsmikilla réttarfarsmála.

103 Kosningar

     Kostnaður við sveitarstjórnarkosningar sl. vor varð 6,4 m.kr. Í fjárlögum yfirstandandi     árs er samkvæmt venju ekki áætlað fyrir kostnaði vegna kosninga.

201 Hæstiréttur
     Farið er fram á 1,5 m.kr. Ástæða beiðninnar eru lægri sértekjur af sölu hæstaréttardóma     en gert var ráð fyrir.



202 Ríkissaksóknari
     Til ríkissaksóknara er farið fram á 1,6 m.kr. Skýringu má rekja til aukins launakostn    aðar vegna mikils málafjölda og vegna veikinda starfsmanna.

204 Borgarfógetinn í Reykjavík
     Til borgarfógetans í Reykjavík er farið fram á 1,7 m.kr. Embættið fékk á árinu viðbótar    húsnæði og þarf að gera á því lítils háttar breytingar.

205 Sakadómur Reykjavíkur
     Til sakadóms Reykjavíkur er farið fram á 8 m.kr. Hér er aðallega um að ræða aukinn     kostnað af Hafskipsmálinu fyrir dómnum.

210 Héraðsdómstólar
     Til héraðsdómstóla er farið fram á 18,2 m.kr. Í samræmi við úrskurð Hæstaréttar og lög     nr. 27/1990, um aðskilnað dóms- og framkvæmdarvalds, voru skipaðir fjórir héraðsdómarar við þau sýslumannsembætti þar sem ekki störfuðu sérstakir dómarar.

211 Sýslumenn og bæjarfógetar
     Á síðasta ári náðist verulegur árangur til lækkunar á rekstrarkostnaði embætta sýslumanna     og bæjarfógeta. Þannig lækkuðu yfirvinnugreiðslur verulega. Í fjárlögum ársins 1990 er stefnt að áframhaldandi aðhaldsaðgerðum í rekstri embættanna. Þrátt fyrir að tekist hafi að lækka útgjöld á árinu er ljóst að erfitt getur reynst að ná að fullu markmiði fjárlaga. Því er sótt um viðbótarheimild að fjárhæð 50 m.kr.

251 Landhelgisgæsla
     Til Landhelgisgæslunnar er farið fram á 25 m.kr. Er þetta vegna hækkunar á eldsneytis    kostnaði og öðrum búnaði til reksturs og viðhalds skipanna.

281 Dómsmál, ýmis starfsemi
     Til þessa málaflokks er farið fram á 29,5 m.kr., þar af eru 23 m.kr. vegna málskostnað    ar í svokölluðu Hafskipsmáli og öðrum málum. Kostnaður vegna launa meðdómsmanna er 1,5 m.kr., en það ræðst af ákvörðun dómara hvenær þeir eru skipaðir, og 5 m.kr. eru vegna aukins kostnaðar af sérstökum setusaksóknara.

282 Ýmis löggæslukostnaður
     Til þessa liðar er farið fram á 2 m.kr. Hér er um að ræða aukinn kostnað vegna slysa    trygginga lögreglumanna.

301 Biskup Íslands
     Til biskups Íslands er sótt um 2,5 m.kr. vegna kirkjuþings 1989, svo og kostnað vegna     nauðsynlegra endurbóta á embættisbústað biskups. Einnig er sótt um 1,5 m.kr. til þýðingar á biblíunni úr hebresku.

303 Prestar og prestaköll
     Farið er fram á 21,5 m.kr. viðbótarheimild. Er þetta vegna kostnaðarauka af kjarasamn    ingi við presta, sem gerður var seint á síðasta ári, og vegna tveggja nýrra staða vígslubiskupa sem stofnaðar voru með lögum nr. 92/1990.


07 Félagsmálaráðuneyti



    
Til félagsmálaráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 47,1 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Til aðalskrifstofu er farið fram á 1 m.kr. Hér er um að ræða aukin kostnað vegna þátttöku     ráðuneytisins í ýmsum verkefnum tengdum viðræðum EB og EFTA.

700 Málefni fatlaðra
     Til málefna fatlaðra er farið fram á 17,3 m.kr. Tvær ástæður liggja þar að baki. Í fyrsta     lagi er sótt um 11,5 m.kr. vegna nýrrar reglugerðar um fjárhagslega aðstoð við framfærendur fatlaðra. Í reglugerðina var sett ákvæði til bráðabirgða vegna greiðslna til framfærenda sjúkra barna sem fullnægðu skilyrðum eldri reglugerðar um greiðslur en áttu ekki rétt til greiðslna samkvæmt þeirri nýju. Gildistími þessa bráðabirgðaákvæðis var í fyrstu til sex mánaða en var svo framlengdur út árið. Þessi framlenging skýrir aukna fjárþörf á þessum lið. Í öðru lagi er sótt um 5,8 m.kr. vegna mjög aukinnar eftirspurnar eftir vistun fatlaðra hjá stuðningsfjölskyldum.

702 Vistheimilið Skálatún
     Farið er fram á 2,5 m.kr. vegna barnsburðarleyfa og veikinda starfsmanna.

706 Málefni fatlaðra, Norðurlandi eystra
     Farið er fram á 8,8 m.kr. og eru ástæður tvær. Í fyrsta lagi er sótt um 4,3 m.kr. vegna     aukins launakostnaðar á vistheimilinu Sólborg á Akureyri. Hér er um að ræða fjárhæð til að mæta áhrifum nýs kjarasamnings um kaup og kjör ófaglærðs starfsfólks stofnunarinnar. Í öðru lagi er sótt um 4,5 m.kr. vegna rekstrarerfiðleika Iðjulundar, verndaðs vinnustaðar á Akureyri. Fjárhæðin er til að standa undir birgðakostnaði af framleiðsluvörum stofnunarinnar.

708 Málefni fatlaðra, Suðurlandi
     Farið er fram á 2 m.kr. vegna rekstarerfiðleika Heimaeyjar, verndaðs vinnustaðar í     Vestmannaeyjum. Hér er um að ræða fjárhæð til að standa undir birgðakostnaði af framleiðsluvörum stofnunarinnar.

750 Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
     Farið er fram á 3 m.kr. vegna sérstakra tímabundinna verkefna að beiðni félagsmála    ráðuneytisins.

972 Bjargráðasjóður
     Til Bjargráðasjóðs er farið fram á 11 m.kr. Hér er um að ræða styrk til loðdýrabænda     sem sannanlega hafa ekki tekjur til framfærslu af atvinnu sinni.

999 Ýmislegt
    Til þessa málaflokks er farið fram á 1,5 m.kr. Hér er um að ræða rekstrarstyrk til Félags einstæðra foreldra, en félagið féll út við skiptingu fjárveitinganefndar á þessum safnlið.


08 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti



    
Til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 1.462,7 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Til aðalskrifstofu er farið fram á 3 m.kr. Hér er um að ræða aukinn kostnað vegna áhrifa     laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.

271 Tryggingastofnun ríkisins
     Til Tryggingastofnunar ríkisins er farið fram á 1.200 m.kr. Hér er um að ræða aukin     kostnað er nemur 1.100 m.kr. við sjúkratryggingar vegna kaupa á lyfjum, hjálpartækjum og læknisþjónustu. Einnig er sótt um 100 m.kr. vegna lífeyristrygginga.

277 Atvinnuleysisbætur opinberra starfsmanna
     Til þessa málaflokks er farið fram á 56 m.kr. Hér er um greiðslur frá fyrri árum að ræða     sem ekki falla undir bótaskyldu Atvinnuleysistryggingasjóðs en hafa verið greiddar af Tryggingastofnun og skuldfærðar á biðreikning. Gert er ráð fyrir þessum lið í fjárlagafrumvarpi 1991.

301 Landlæknir
     Til landlæknis er farið fram á 2 m.kr. Embættinu hefur borist fjöldi erinda á þessu ári     sem kostað hafa mikla vinnu.

324 Heyrnar- og talmeinastöð Íslands
     Til Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands er farið fram á 7,5 m.kr. Eftirspurn eftir     heyrnartækjum reyndist miklu meiri en framlagi nam, auk þess sem gengis- og verðbreytingar á innfluttum heyrnartækjum reyndust of lágt áætlaðar.

371 Ríkisspítalar
     Til Ríkisspítala er farið fram á 3,2 m.kr. Hér er um að ræða kostnað til að ljúka     endurbótum og breytingu á Ármúla 1a.

373 St. Jósefsspítali, Landakot
     Sótt er um 32 m.kr. til að ljúka uppgjöri á uppsöfnuðum hallarekstri spítalans samkvæmt     samkomulagi þar um frá 1988.

381 Uppgjör vegna hallareksturs sjúkrahúsa
     Til uppgjörs vegna hallareksturs sjúkrahúsa fyrri ára er farið fram á 40 m.kr. Sýnt þykir     að þau muni ekki ráða við þennan halla og hyggst heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið semja um hallauppgjör hvers og eins með það fyrir augum að rekstraraðilar komi til móts við ríkissjóð og taki hluta rekstrarhallans á sig.

399 Neyslu- og manneldismál
    Farið er fram á 2 m.kr. vegna viðbótarkostnaðar við rannsóknarverkefni.

480 Heilsugæslustöðvar
    Til heilsugæslustöðva er farið fram á 114 m.kr.     Í fjárlögum 1990 var ekki gert ráð fyrir framlagi til sjúkraflutninga þar sem þeir voru reknir utan heilsugæslustöðva, enda voru gögn um það mál ekki fyrir hendi við gerð fjárlaga. Þessi kostnaður nálgast nú 80 m.kr. en þar eru Suðurnes, Hafnarfjörður og Akureyri með mesta hlutann. Þá var ekki gert ráð fyrir neinum ófyrirséðum kostnaði á heilsugæslustöðvum á þessu ári en hann reynist vera talsverður. Sumpart stafar þetta af því að þarna var ríkið að yfirtaka rekstrarhlutverk frá sveitarfélögum með óglöggum reikningsgögnum fyrri ára. Samtals er þessi kostnaður 29 m.kr. Þá er og lagt til að 5 m.kr. verði veittar til að leysa rekstrarvanda lítilla og afskekktra heilsugæslustöðva þangað sem erfitt hefur reynst að ráða lækna.

502 Þroskaþjálfaskóli Íslands
     Til Þroskaþjálfaskóla Íslands er farið fram á 3 m.kr. Stundakennsla við skólann hefur     aukist auk viðbótarútgjalda vegna sérkennslu. Í annan stað þurfti skólinn að greiða tvöfalda húsaleigu hluta úr ári vegna flutnings.


09 Fjármálaráðuneyti



    
Til fjármálaráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 909 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Farið er fram á 4 m.kr. viðbótarframlag til aðalskrifstofu. Meginástæðan er aukinn     launakostnaður, kostnaður vegna samninga EB/EFTA/GATT um tollamál o.fl. og aukning rekstrarkostnaðar vegna skattkerfisbreytinga.

103 Ríkisbókhald
     Sótt er um 30 m.kr. viðbótarheimild til reksturs embættisins. Annars vegar hafa sértekjur     verið ofáætlaðar og hins vegar hefur skýrsluvélakostnaður vegna bókhalds orðið hærri, m.a. vegna áhrifa verkaskiptingarlaga ríkis og sveitarfélaga.

202 Skattstofan í Reykjavík
     Til Skattstofunnar í Reykjavík er farið fram á 7,7 m.kr. Ástæðan er aukið álag vegna     upptöku virðisaukaskatts og staðgreiðslu. Tekið er tillit til þessa í fjárlagafrumvarpi 1991.

212 Skattstofur, sameiginlegur kostnaður
     Til þessa fjárlagaliðar er farið fram á 116 m.kr. vegna þess að hönnun tölvukerfis vegna     staðgreiðslu og upptöku virðisaukaskatts hefur kostað meira en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Á árinu hefur verið unnið að úttekt á tölvumálum ríkisskattstjóra með það í huga að ná niður kostnaði við rekstur og þróun kerfisins.

251 Gjaldheimtur og innheimtukostnaður
     Til þessa liðar er farið fram á 30 m.kr. Annars vegar hafa áhrif skattkerfisbreytinga á     innheimtukostnað verið vanmetin og hins vegar hafa hertar innheimtuaðgerðir leitt til útgjaldaauka.

261 Ríkistollstjóri
    Til embættis ríkistollstjóra er farið fram á 8 m.kr. Kostnaður við útgáfu nýrrar tollskrár varð 4 m.kr. umfram tekjur af sölu. Ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum að embættið bæri kostnað vegna útgáfunnar. Að öðru leyti skýrist aukakostnaður af hærri launagjöldum.

381 Uppbætur á lífeyri
     Sótt er um 130 m.kr. viðbótarheimild til greiðslu uppbóta á lífeyri annarra sjóða en þeirra     sem framlög voru skert til með heimild í lánsfjárlögum 1990.


981 Fasteignir ríkissjóðs
     Í fjárlögum 1990 var áætlað fyrir kostnaði við breytingar á tveimur byggingum Stjórnar    ráðsins sem flytja átti starfsemi í á þessu ári. Annars vegar er um að ræða Skuggasund 3 þar sem Hagstofan er nú til húsa og hins vegar Sölvhólsgötu 4 (Sölvhól) sem nú hýsir menntamálaráðuneyti og umhverfisráðuneyti. Kostnaður við þessa flutninga hefur orðið mun meiri en áætlað var og er sótt um 48 m.kr. til þessara verkefna.

989 Launa- og verðlagsmál
     Í fjárlögum var áætlað að verðbætur á rekstrargjöld yrðu 1.634 m.kr. að viðbættum 300     m.kr. sem ætlað var að ná með niðurskurði á útgjöldum stofnana eða samtals 1.934 m.kr. Með breyttum verðforsendum sem kynntar voru í fjáraukalögum sl. vor var þessi tala lækkuð um 1.088 m.kr. Nú liggur hins vegar fyrir að aðeins hefur fengist heimild til lækkunar útgjalda sem nemur 160 m.kr. Til að mæta því sem á vantar vegna áformaðs niðurskurðar er því sótt um 140 m.kr.
    Í öðru lagi er undir þessum lið sótt um greiðsluheimildir fyrir geymdar fjárveitingar frá     fyrra ári, umfram það sem kann að flytjast til næsta árs. Þá er enn fremur leitað heimilda til fjárgreiðslna vegna rekstrarvandamála nokkurra stofnana. Þetta er gert til þess að í endanlegu uppgjöri ríkissjóðs fyrir árið 1990 þurfi ekki að sækja um umtalsverðar heimildir til uppgjörs á rekstri ársins. Gert er ráð fyrir að þessari heimild til að mæta óvissum útgjöldum verði ráðstafað af Alþingi við afgreiðslu endanlegra fjáraukalaga fyrir árið 1990. Í því uppgjöri verði þó byggt á þeirri meginreglu að umframgreiðslur á þessu ári komi til frádráttar heimildum í fjárlögum á næsta ári.

999 Ýmis kostnaður
     Til þessa málaflokks er sótt um samtals 123 m.kr. og skiptist sú upphæð á eftirfarandi     hátt:
    Tekjubókhald: Kostnaður af tekjubókhaldi er 31 m.kr. meiri en áætlað var. Ástæðan er     að hönnun og rekstur á tölvukerfi vegna endurgreiðslu í virðisaukaskatti, svo og annarra breytinga á skattkerfinu varð hærri en áætlað var.
    Kjarasamningar: Vegna kjarasamninganna frá því í vetur og starfa kjarasamanburðar    nefndar BHMR og ríkisins er sótt um 14 m.kr.
    Tryggingabætur samkvæmt kjarasamningum: Vegna samningaviðræðna um breytta     tryggingaskilmála og hækkaðar bótafjárhæðir vegna vinnuslysa allt frá árinu 1987 þarf að endurskoða fyrra uppgjör. Leiðir það til útborgunar í nokkrum bótamálum sem frestað hefur verið. Áætlað er að kostnaður vegna þessa verði um 10 m.kr. umfram fjárlög.
    Kaup á dagblöðum: Alþingi samþykkti við afgreiðslu fjárlaga heimild til kaupa á 500     eintökum af dagblöðum. Áætlað er að kostnaður vegna þessa verði 50 m.kr.
    Dómkröfur og málskostnaður: Hér er á ferð kostnaður sem fallið hefur á ríkissjóð vegna málarekstrar. Farið er fram á 18 m.kr. Málafjöldi er mjög misjafn frá ári til árs og því erfitt að áætla fyrir útgjöldum af þessu tagi.


10 Samgönguráðuneyti



    
Til samgönguráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 370,1 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Til aðalskrifstofu er farið fram á 5 m.kr. Er hér einkum um að ræða kostnað vegna þess     að á síðastliðnu vori voru haldnir fundir í tengslum við Óslóar- og Parísarráðstefnurnar um mengunarvarnir. Einnig hefur komið til aukinn kostnaður við þær nefndir sem starfa nú á vegum ráðuneytisins.

201 Vegagerð ríkisins
     Til Vegagerðar ríkisins er farið fram á 275 m.kr. Vegna nýframkvæmda í samræmi við     vegáætlun er sótt um 81 m.kr. Við endurmat á innheimtu markaðra tekna vegagerðar í tengslum við afgreiðslu vegáætlunar var niðurstaðan sú að átak í innheimtu þungaskatts í upphafi þessa árs mundi skila auknum tekjum sem þessu næmi. Vegna Vestfjarðaganga er sótt um 47 m.kr. Er það í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi í ár. Vegna vetrarþjónustu er sótt um 135 m.kr. til þess að hægt sé að halda henni óbreyttri nú í haust, en kostnaður við snjómokstur sl. vetur fór töluvert fram úr áætlun. Vegna 22 tjóna í sjóflóði í janúar sl. er sótt um 12 m.kr. til viðgerðar á vegarkafla austan Stokkseyrar sem eyðilagðist í óveðrinu sem gekk yfir Suðurland.

333 Hafnamál
     Til hafnamála er farið fram á 65 m.kr. Er það vegna nauðsynlegra viðgerða á hafnar    mannvirkjum og sjóvarnargörðum sem skemmdust í kjölfar óveðursins í janúar sl.

471 Flugmálastjórn
     Til Flugmálastjórnar er farið fram á 18,5 m.kr. Vegna snjómoksturs er sótt um 8,5 m.kr.     Kostnaður við snjómokstur á fyrri hluta árs fór verulega fram úr áætlun og er aukið framlag nauðsynlegt til að sinna óbreyttri snjómokstursþjónustu nú í haust. Vegna lægri sértekna er sótt um 10 m.kr. Lendingargjöld hafa ekki verið hækkuð eins og gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga vegna kjarasamninganna frá í vor og almenns aðhalds í gjaldskrármálum opinberra stofnana.

485 Ýmis framlög
     Til ýmissa framlaga er farið fram á 4,5 m.kr. Vegna norrænna jarðskjálftarannsókna á     Suðurlandi er sótt um 1,8 m.kr. til að standa í skilum með framlag Íslands vegna þessa samnorræna verkefnis. Vegna Tilkynningarskyldu íslenskra skipa er sótt um 2,7 m.kr. til greiðslu á rekstrarhalla frá árinu 1989.

651 Ferðamálaráð
    Til Ferðamálaráðs er farið fram á 2,1 m.kr. Hér er annars vegar um að ræða launagreiðsl    ur til ferðamálastjóra, sem er í ársleyfi frá störfum samkvæmt ákvörðun ráðuneytisins, og hins vegar biðlauna fyrrverandi skrifstofustjóra en það starf hefur verið lagt niður.


11 Iðnaðarráðuneyti



    
Til iðnaðarráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 216,1 m.kr.

240 Iðnaðarrannsóknir
     Til iðnaðarrannsókna er farið fram á 10 m.kr. Er þetta vegna rannsókna á umhverfis    áhrifum álvers, m.a. í tengslum við staðarval fyrir nýtt álver.


289 Jöfnunargjald, endurgreiðsla söluskatts
     Til þessa liðar er farið fram á 150 m.kr. til endurgreiðslu á söluskatti í iðnaði. Í fjárauka    lögum fyrir árið 1989 var sótt um framlag til að ljúka uppgjöri á endurgreiddum söluskatti til atvinnuveganna. Í ljós hefur komið að kröfur iðnaðarins voru mun hærri en áætlað hafði verið. Framlag það sem sótt er um er miðað við að endurgreiddur verði uppsafnaður söluskattur til loka nóvember 1989.

299 Iðja og iðnaður
     Í fyrsta lagi er sótt um 8 m.kr. til greiðslu á kostnaði vegna staðlasetningar og þátttöku     í Evrópustaðlastarfi, þýðinga á stöðlum og aðlögunar að Evrópumarkaði í tengslum við viðræður EFTA/EB. Í örðu lagi er sótt um 8 m.kr. til stuðnings ullarþvottastöðvar Álafoss í Hveragerði og smáfyrirtækja í ullariðnaði og öðrum iðnaði úti um land. Í þriðja lagi er sótt um 5,1 m.kr. vegna sérstaks hagræðingarátaks í málm- og skipasmíðaiðnaði en atvinnugreinin hefur átt í verulegum vandræðum vegna skorts á verkefnum. Loks er sótt um 5 m.kr. framlag til stuðnings við leit að heppilegum verkefnum og samstarfsaðilum til eflingar byggðakjörnum úti á landi.

321 Rafmagnsveitur ríkisins
     Til Rafmagnsveitna ríkisins er farið fram á 30 m.kr. Er það til að greiða kostnað vegna     tjóns sem varð á sæstreng til Vestmannaeyja af völdum skipstapa. Rafmagnsveitur ríkisins eru ekki tryggðar fyrir slíku tjóni.


12 Viðskiptaráðuneyti



    
Til viðskiptaráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 12 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Til aðalskrifstofu er farið fram á 9 m.kr. Vegna undirbúnings að stofnun Endurreisnar-    og þróunarbanka Evrópu (EBRD) er sótt um 2 m.kr. Bankinn hefur það hlutverk að veita lán til að endurreisa frjálst markaðskerfi í Austur-Evrópu. Vegna vottunar- og viðurkenningarmála er sótt um 3 m.kr. Er hér um að ræða verkefni á vegum EB og EFTA um aðferðir til staðfestingar á samræmdum kröfum til eiginleika vöru og þjónustu. Einnig er sótt um 2 m.kr. rekstrarstyrk til Neytendasamtakanna en samtökin hafa aukið þjónustu sína og m.a. staðið fyrir stofnun nýrra neytendasamtaka á landsbyggðinni. Jafnframt er sótt um 2 m.kr. til að styrkja rekstrarráðgjöf fyrir dreifbýlisverslunina.

902 Verðlagsstofnun
     Til Verðlagsstofnunar er farið fram á 1 m.kr. Er þetta vegna auglýsingaherferðar um     aðhald í verðlagi.

903 Skráning hlutafélaga
     Til skráningar hlutafélaga og fyrirtækja er farið fram á 2 m.kr. Er þetta vegna tölvuvæð    ingar stofnunarinnar og fjarvinnsluverkefna.


14 Umhverfisráðuneyti



    
Til umhverfisráðuneytisins er farið fram á viðbótarheimild að fjárhæð 2 m.kr.

101 Aðalskrifstofa
     Til aðalskrifstofu er sótt um 2 m.kr. vegna athugana á mengunarvörnum í tengslum við     útgáfu starfsleyfis fyrir nýtt álver.