Ferill 431. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 431 . mál.


Nd.

784. Frumvarp til laga



um breyting á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum.

Flm.: Málmfríður Sigurðardóttir, Anna Ó. Björnsson,


Guðný Guðbjörnsdóttir, Kristín Einarsdóttir.



1. gr.


     6. mgr. 14. gr. laganna orðast svo:
     Árlegur barnalífeyrir skal ákvarðaður af ráðherra eftir tillögum barnalífeyrisnefndar. Í nefndinni eiga sæti fimm fulltrúar, einn tilnefndur af ráðherra og er hann jafnframt formaður, einn tilnefndur af tryggingaráði, einn tilnefndur af Félagi einstæðra foreldra, einn tilnefndur af dómsmálaráðherra og einn tilnefndur af Hagstofu Íslands. Nefndin skal við ákvörðun barnalífeyris meta kostnað við framfærslu barns að frádregnum bótum til einstæðra foreldra þannig að barnalífeyrir nemi helmingi af kostnaði við framfærslu barns samkvæmt mati nefndarinnar. Ekki skal greiða barnalífeyri vegna þeirra barna er njóta örorkulífeyris.

2. gr.


     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


     Ákvörðun barnalífeyris fer enn eftir reglum sem settar voru þegar lög um almannatryggingar tóku gildi fyrir meira en 50 árum. Þessar reglur eru löngu úreltar og meira en tímabært að taka upp aðrar aðferðir við mat á lífeyri, þ.e. að taka mið af kostnaði við framfærslu eins og hún er nú á tímum. Í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að meðlög eru nú ákvörðuð á sama hátt og barnalífeyrir og hvorugt er í neinu samræmi við kostnað af framfærslu barna.
     Í frumvarpi þessu er lagt til að skipuð verði nefnd sem geri tillögur um hvernig meta skuli kostnað af framfærslu barns. Tillögur skuli síðan lagðar fyrir ráðherra sem taki mið af þeim þegar árlegur barnalífeyrir er ákvarðaður.
     Í fylgiskjali eru niðurstöður könnunar sem fór fram á vegum Félags einstæðra foreldra árið 1987 um kostnað af framfærslu barna á ýmsum aldri árið 1986. Þar geta menn glöggvað sig á þeim mun sem sú niðurstaða sýnir á veruleikanum og þeim greiðslum sem hið opinbera ákvarðar til lífeyris barna. Ólíklegt er að hlutföll hafi raskast svo nokkru nemi síðan þessi könnun var gerð, en sambærilegt mat þarf að vera í sífelldri endurskoðun. Hafa ber í huga að meðalbreytingar verðlags frá árinu 1986 til dagsins í dag eru um 121%. Barnalífeyrir, og þá jafnframt meðlag með einu barni, er nú 7.042 kr. á mánuði.



Fylgiskjal.




Félag einstæðra foreldra:



Könnun félags einstæðra foreldra


á kostnaði við framfærslu barna 0 18 ára.


    Könnun þessari var lokið í febrúar 1987 og miðast hún við framfærslukostnað á árinu 1986.
    Hvergi er tekinn með kostnaður við húsnæði, né heldur rafmagns - , hita - eða símakostnaður.
    Við áætlun fæðiskostnaðar er stuðst við meðaltal úr heimilisbókhaldi DV.
    Þar sem nauðsyn tannréttinga og gleraugnanotkun er svo algeng sem raun ber vitni eru þeir liðir hér með.
    Fatnaði öllum er í hóf stillt og stuðst við meðalverð.
    Það kom í ljós í þessari könnun að meðlagsgreiðandi greiðir að meðaltali aðeins 1 / 4 af því sem kostar að framfæra barnið. Þar kemur berlega í ljós framkvæmd barnalaganna um jafna framfærsluskyldu foreldra.




Repró.